Búnaðarrit - 01.01.1910, Side 176
172
BÚNAÐARRIT.
blandaðist. Þess er líka getið, að afkvæmi sumra stóð-
hrossa hafl aldrei brugðist, og heflr þá hlotið að vera
kynfesta í þeim.
Fornmenn höfðu engu minna dálæti á stóðhrossum
sínum en reiðhestum. Að ganga til þeirra, strjúka þeim
og klappa, var hið mesta yndi sumra höfðingja.
Hlutfallið milli fjölda húsdýranna var alt annað þá
en nú. Þá voru fimm til sex sinnum fleiri nautgripir en
hestar á öllu landinu. Og þegar þeir Árni Magnússon
og Páll Yídahn töldu búpening 1703, voru nautgripirnir
fleiri en hestarnir, en munurinn var þá orðinn miklu
minni. Þá voru líka um fjórum sinnum færri naut-
gripir á landinu en á söguöldinni.
Siðan heflr hlutfallið smábreytst, og núna, þegar
fyrsti tugur tuttugustu aldarinnar er á förum, eru um
helmingi fleiri hross en nautgripir á landinu. Eftirfar-
andi skýrsla er dregin út úr Landshagsskýrslunura, og
sýnir hún hrossafjöldann frá því árið 1703, er búpen-
ingur landsins var talinn í fyrsta skifti:
Árið 1703 voru 26730 hross hér á landi, 1783
36524, 1804 26524, 1820—30 að meðaltali 32700, 1849
37557, 1858—59 að meðaltaii 40219, 1861—69 að með-
altali 35515, 1871—80 að meðaltali 32485, 1881—90
að meðaltali 31205, 1891—95 að meðaltali 36465,
1895—1900 43276, 1900—05 að meðaltali 45484,1906
48909, 1907 46592.
Árin 1859—1890 eru folöld ekki talin með, öil hin
árin eru þau meðtalin. Það er augljóst, að það er sér-
staklega hin síðari árin að hrossunum hefir fjölgað, og
það er sennilegt, að hrossafjöldinn verði orðinn um 50000
árið 1910, þrátt fyrir það þótt þau séu færri 1907 en 1906.
ísland er lítið ræktað, og mikill hluti þess er ó-
bygður og veitir bændunum enga aðstoð við búskapinn.
Hinn hlutinn, sem er bygður, er mjög strjálbygður, þegar
borið er saman við önnur lönd. Af þessu leiðir, að
þegar hrossafjöldinn hér á landi er borinn saman við