Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 177
BÚNAÐARRIT.
173
hrossafjölda í öðrum löndum, er rangt að miða við
stærð landsins í heild sinni. Bygt graslendi hér á landi
er um 400 fermílur, og við það á að miða. Ofurlítið
tillit verður þó að taka til afréttanna, því þær fóðra
nokkurn hluta af hrossunum tíma úr árinu. Eg geri
ráð fyrir, að afréttirnar séu helmingi minna virði fyrir
hrossaræktina en bygt graslendi, og ætla því tvær fer-
mílur afréttar jafnmikils virði í þessu sambandi og eina
fermílu af bygöu graslendi. Nú eru um 500 fermílur
afréttir; það verða þá alls jafngildi 650 fermílna af bygðu
graslendi, sem hrossin lifa á og rétt er að nota, þegar
á að bera hrossafjöldann hér á landi saman við hrossa-
fjölda annara landa eftir stærð þeirra. Oeri menn það,
koma 71 hross á hverja fermílu. Flest hross koma á
hverja fermílu 1 Danmörku. Þar eru til jafnaðar 650
hross á fermílunni. Næst er Belgía með 600. ísland
kemur langt niður í röðinni. Sé miðað við stærð alls
landsins — bygðs sem óbygðs — eins og gert er í hin-
Um löndunum, þá koma aðeins 25 hestar á fermíluna.
Við þennan samanburð kemur greinilega í Ijós, í hvernig
rækt löndin eru. Þeim mun betur sem þau eru rækt-
uð, þeim mun meira fóður fæst af hverjum blettinum,
og þeim mun fleiri skepnur geta lifað á því fóðri, sem
af honum fæst, og þar af leiðandi einnig á hverri fermílu,
Það er því augljóst af þessu, að hér á landi er litið
tæktað land. Landshagsskýrslurnar telja líka að alt rækt-
að land hér á landi hafi verið ^/a fermíla árið 1907.
Skógar þeir, er teknir eru til ræktunar, eru þó taldir
þar með. Þetta er sem næst V43J hluti af öllu landinu,
og er það ekki stórt brot.
Beri maður aftur hrossafjöldann saman við fólks-
fjöldann, þá verður annað uppi á teningnum, því þá er
Island lang-hrossflesta land heimsins.
Á hverja 100 laridsmenn koma:
Á íslandi 572, á Rússlandi 242, í Danmörku 195,