Búnaðarrit - 01.01.1910, Side 178
174
BÚNAÐARRIT.
í Svíþjóð um 110, í Noregi um 95, á Þýzkalandi um 85,
á Frakklandi um 70, á Bretlandi um 55, í Belgíu 41.
Þessar tölur sýna greinilega strjálbygð íslands og
þéttbýli Belgíu.
Við skulum nú athuga nánar hrossafjöldann í ein-
stökum sýslum landsins, gá að, hvað af öllum hópnum
séu brúkunarhross og hvað ekki.
Eftirfylgjandi skýrsla, sem er dregin út úr Landshags-
skýrslum, gefur nokkrar upplýsingar um það. Ilún er
þó ekki fullnægjandi, því í Landshagsskýrslunum er að
eins gerður greinarmunur á hrossum . yngri en fjögra
vetra, hrossum eldri en fjögra vetra og folöldum. Það
er bæði, að mörg Ijögra vetra tryppi eru ótamin, og svo
eru stóðmerar ekki tamdar, en þær eru auðvitað taldar
með hrossum yfir fjögra vetra.
Ötamin hross eru því dálítið fleiri heldur en hros3
yngri en fjögra vetra, að folöldum meðtöldum, en tamin
hross nokkru færri en hross yfir fjögra vetra.
Við sjáum að hrossafjöldi landsins er mjög misjafn
í ýmsum héruðum. í sumum sýslum eru fleiri hross
en menn, og því kemur eitt hross á brot úr manni.
Hiutfallslega eru þau flest í Húnavatnssýslu, Rangár-
vallasýslu, Mýrasýslu, Skagafjarðarsýslu og Vestur-Skafta-
fellssýslu. í þeim öllum eru fleiri hross en menn. Færi
allir þar í ferð, og væri öll hross notuð, þá gæti hver
maður haft 1 hest til reiðar, og auk þess yrði nokkrir
til skifta. í Húnavatnssýslu gæti hver haft 1,82 hest
til reiðar, en þar eru hrossin líka flest, miðað við fólks-
fjölda.
En eins og það er mikill munur á hrossafjöldanum
samanbornum við fólsksfjölda, eins er líka mikill mun-
ur á hlutfallinu milli tryppa og t.aminna hrossa. Þetta
sést þó ekki eins greinilega og æskilegt væri, vegna
þeirra orsaka, sem áður eru nefndar.
Til að ala upp nóg tryppi til viðhalds notkunar-
stofninum, er talið mátulegt, að eitt tryppi sé á móti