Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 180
176
BÚNAÐARRIT.
eru flest tryppi í Skagafirði, miðab við hrossafjöldann,
og þegar tekið er tillit til þess, að þar eru sum héruð,
sem eiga lítil sem engin tryppi, þá er auðsætt, að það
hlýtur að vera fjöldi í hinum.
Manni verður ósjálfrátt að spyrja, hvort þessi mikla
hrossaeign, og sérstaklega þessi mikli tryppafjöldi, muni
vera blessun fyrir land og lýð, og hvort nokkru af þeim
höfuðstói, sem lagður er í hrossaeign, mætti ekki verja
betur, með því að verja honum til að fjöiga öðrum bú-
peningi annarar tegundar, t. d. sauðfé eða kúm.
Þessu er ekki hægt að svara til hlítar, af því að
okkur vantar búreikninga, sem gefa upplýsingar um þetta.
Fjöldi taminna, hrossa er áreiðanlega orðinn meiri en
landsmenn þurfa, til að relca með búin sín eins og þau
nú eru, og tryppin eru 2—3 sinnum fleiri en þau þurfa
að vera til viðhalds brúkunarstofninum. Við ölum með
öðrum orðum upp hross til að selja þau út úr landinu.
Ekki er hægt að segja^um það rr.eð vissu, hvaða
ár hafi fyrst verið farið að flytja hross út, en það var
um 1850, líklegast 1852.
Eg skal ekki kveða upp dóm um það, hvort það
borgi sig að ala upp hross til sölu út úr landinu, eða
hafa fleiri hross en þarf til reksturs búanna. Það fer
eftir staðháttum o. fl. o. fl., og þar gildir staðleg reynsla,
sem fengin er á þeim stað, og engin önnur.
En eg vil minna menn á það, að hrossin skemma
mjög mikið haga fyrir öðrum skepnum, og að hrossa-
ræktin, eins og hún er stunduð i sumum héruðum
landsins, getur dregið óþægilegan dilk eftir sig.
Sumstaðar eru hestarnir að mestu leyti settir á
útigang — „á guð og gaddinn" eins og menn segja. —
Hafa nú þeir bændur, er þannig setja á, gert sér fylli-
Jega ijóst, hvernig færi, ef harður vetur kæmi?
Síðan Island bygðist hafa komið yfir 100 fellivetrar,
og þótt flest só í framför, þá er þó veðráttan hin sama