Búnaðarrit - 01.01.1910, Side 181
BÚNAÐARRIT.
177
«g hún altaf hefir verið. Hvort þaö koraa fleiri felli-
vetrar er því aðallega komið undir dug og hyggindum
landsmanna. Þegar bolmagn þjóðarinnar er lítið, koma
þeir oft, því þá þolir þjóðin svo lítið. En þó hagur
þjóðarinnar sje góður, eins og hann t. d. var á sögu-
öldinni, þá getur samt komið fellir, ef ekkert er gert
til að koma í veg fyrir það.
Það hefir komið fyrir, að ís hefir legið um alt land
(1233, 1695), og enda þótt það, sem betur fer, hafi verið
sjaldan, þá er altítt, að hann teppi skipagöngur til vissra
landshluta. Stundum hafa Hka verið lengi jarðbönn, og
nokkrum sinnum hefir vorið verið svo hart, að enginn
gróður hefir verið kominn um Jónsmessu. Héldist slík
harðindi fram eftir vori og fram á sumar, hvernig færi
þá fyrir hrossunum, sem ekkert fóður er ætlað? Þau
svelta. Flutningur að vetrinum er ekki svo greiður, að
auðhlaupið sé að fá alt það fóður, sem þyrfti til þess
að halda lífinu í skepnunum. Auk þess gæti vel verið,
að ekkert væri að fá í næstu héruðum, og yrði að
sækja það lengra að. Örðugleikarnir á þvi eru öllum
auðsæir.
Menn mundu þá grípa til þess óyndisúrræðis, að
gefa hrossunum af þeim forða, sem ætlaður væri hin-
um skepnunum. Með því stofnaði bóndinn öllum sín-
um skepnum í voða, og, ef harðindin yrðu nógu lang-
vinn og engin hjálp gæti komið að, svelti hann þær aliar.
Endirinn yrði, að allur búpeningur hans félli, nema for-
sjónin kæmi honum tii hjálpar og léti tíðina batna.
Mönnum hættir svo mjög við að gleyma því mót-
dræga, þegar alt leikur í lyndi, en allar þær skepnur,
allir þeir mörgu menn, sem látið hafa lif sitt af hungri
og kulda, þegar hallæri og hörð ár hafa geisað, þeir
hrópa til okkar og segja okkur að láta sín víti okkur
að varnaði verða.
Við heyrum það, við getum ekki annað en heyrt
t>að angistar og eymdar óp, sem stígur upp frá gröfum
12