Búnaðarrit - 01.01.1910, Síða 182
178
BÚNAÐARRIT.
þeirra, en við skellum við því skolleyrunum, vonum að
vetrarnir verði góðir og setjum á „guð og gaddinn".
Hrossaræktin er mjög völt, hún stendur og fellur
að mestu leyti með árferði. Séu góð ár, þá blómgast
hún, og hrossunum fjölgar; komi aftur lakara árferði,
fækkar þeim; sé það nógu ilt, þá falla þau. Þó við
sleppum þeim voða, sem hrossaeignin stofnar okkur í
með núverandi búskaparlagi, þá er samt efasamt, hvort
það borgar sig að ala app h '~oss til sölu.
Á síðustu árum hefir ýmislegt verið gert til efling-
ar hrossaræktinni. Menn hafa fundið, að hestarnir okkar
eru iitlir og kraftlitlir, og óskað eftir, að þeir yrði stærri
og sterkari. Þessu takmarki, — stærri, sterkari hest-
um — reynum við að ná með úrvali. I þeim tilgangi
eru haldnar sýningar, stofnuð hrossakynbótabú og hesta-
ræktunarfélög. Þau leitast við að fá sem bezta hesta
til undaneldis, og ala hrossin þannig upp, að kostir þeir,
er menn helzt kjósa, þroskist sem bezt. Ýmsir hafa
viljað iáta okkur reyna kynblöndun með stærri hestum,
en af því hefir þó aidrei orðið. Kynblöndun er hægt
að hafa á marga vegu. Hér hefir mest verið rætt um
að flytja inn norska hesta og nota þá til undaneldis,
halda síðan áfram með afkvæmið o. s. frv. Menn hafa
með öðrum orðum viijað nota áframhaldandi kynblönd-
un, til að bæta og stækka hestakynið okkar. Þetta
hefir reynzt þeim þjóðum, er það hafa reynt, arðlítið og
dýrt, og eg tel það lán fyrir okkur, að við höfum ekki
gert það.
Öðru máli er að gegna með einfalda eða takmark-
aða kynblöndun; en um hana skal ekki rætt að þessu
sinni, enda getur hún ekki komið til greina nú sem
stendur, vegna núgildandi laga um innflutning skepna.
Það er líha áreiðanlegt, að við með úrvali getum bcctt
hestahynið, og það mihið. En eigi það að heppnast, þá
þarf meðferðin Hka að vera góð; haldist ekki góð með-
ferð og gott úrval í hendur, verður árangurinn lítill.