Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 184
180 BÚNAÐARKIT.
Ártal Útflutt hross Ártal Útflutt hross
1893 1124 1901 3261
1894 1704 1902 3101
1895 1088 1903 1823
189« 2956 1904 4940
1897 933 1905 3999
1898 2840 1906 3965
1899 5696 1907 5086
1900 3096 1908 um 3100
Á árum þeim, er slspt er úr þessari skýrslu, eri
tölurnar ýmist jafnt vaxandi eða jafnt minkandi. Öll
þau ár • eru tekin með, sem flest og fæst tryppi eru flutt
út. Eins og sést af skýrslunni, þá eru flest hross flutt
út 1899, en fæst árið 1893; þá eru það að eins 145, og
er sú tala ótrúlega lítil (væri hugsanlegt, að þetta væri
prentvilia, og vantaði 0 aftan við).
Eitt af þeim skilyrðum, sern menn verða að full-
nægja, til þess að fá fastan markað fyrir vöru, sem
seljast á árlega, er, að hún komi skilvíslega og á á-
kveðnum tíma, svo að hægt sé að fullnægja eftirspurn-
inni. Þessu hefir ekki verið fullnægt með íslenzku hest-
ana. Sum ár hafa mjög fáir hestar verið fluttir út, og
hefir eftirspurnin verið mikið meiri en hægt var að íull-
nægja. Kaupandinn hefir þá orðið að fá sér annan hest
og þá lent á rússneskum, norskum og öðrurn þurftar-
Iitlum hestum.
Við höfum elcki getað, og getum ekki enn, sent
jafnmarga hesta á hverju ári, það er eðlileg afleiðing af
því, hvernig hestaræktin er, og hversu mjög það er
komið undir árferði, hve marga hesta vér höfum að
selja þetta árið eða hitt.
Aftur er eðlilegt að kaupandinn, sem þarf að nota
hestinn, vilji hafa tryggingu fyrir að fá hann og sé í
útvegum með að fá hann annars staðar að, ef hann sér
að hann fær hann ekki þaðan, er hann i fyrstu hefh'
ætlað sér, eða veit að það er óvíst.