Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 187
BÚNAÐARRJT.
18:5
ast. Eftir því sem íleiri íslenzkir hestar hafa verið flutt-
ir til Danmerkur, hefir innflutningur rússneskra hesta
minkað. Það er heldur enginn efi á því, að íslenzku
hestarnir geta alveg bolað hinum frá, ef við förum rétt að.
Eftir vei'zlunarskýrslunum hefir árlega verið flutt til
Danmerkur: Árið 1895 3, 1896 19, 189/ 22, 1898 143,
1899 528, 1900 69, 1901 132, 1902 32, 1903 158,
190’t 918, 1905 1289, 1906 1363, 1907 1201, 1908
um 1200.
Hversu ónákvæmar verzlunarskýrslurnar hér eru,
sést Ijóslega, ef menn bera danskar og íslenzkar verzl-
unarskýrslur saman.
í dönskum verzlunarskýrslum er altaf talið að fleiri
hross séu flutt til Danmerkur frá íslandi en við teljum.
í þeim er t. d. talið, að árið 1907 ha.fl verið flutt 2074
hross til Danmerkur frá íslandi, og að þau hafi verið
D»11000 kr. virði. Sama árið teljurn við, að við höfum
seit 1201 hross, og þau hafi verið 85560 kr. virði.
Hrossafjöldinn hefði þó átt að vera eins, og ekki er gróði
kaupmanna neitt smáræði, ef hann nemur kr. 87,15 á
hvert hross, að meðtöldum kostnaði, eins og þessar tölur
bera með sér að hann hafi verið. Það er meira en það,
sem bændurnir fengu fyrir þau. Mér er líka lcunnugt
um, að 3 árin síðustu hafa sárfá íslenzk hross verið
seld fyrir minna en 150 kr., enda bera danskar verzlun-
arskýrslur það með sér, og skýra þær þó frá því verði,
sem danskir hrossakaupmenn gefa fyrir hrossin, en ekki
hinu, sem bændurnir þurfa að gefa.
Berum við saman verð þeirra. hesta, sem sendir
hafa verið til Englands, og hinna, sem sendir hafa ver-
ið til Danmerkur, þá hefi eg því miður ekki nema ís-
lenskar (og nokkrar danskar) verzlunarskýrslur við hend-
ina. Yerðið er því miðað við það, sem kaupmenn hafa
gefið fyrir hrossin hér á landi; og þó hitt væri miklu
gleggra, að hafa það, sem þau hafa verið seld íyrir á
Knglandi og í Danmörku, þá gefur þetta þó upplýsingar