Búnaðarrit - 01.01.1910, Side 189
BÚNAÐARRIT.
185
í Kærehave, til að halda þar ræðu, en hann hafði frá því
i maí 1906 notað íslenzka hesta. Hann bar hestunum
okkar mjög vel söguna, hældi þeim á hvert reipi og
sagði margar sögur af þeim, sem hinn góðkunni D.
Bruun hefir skýrt frá í bók sinni „Hesten i Nordboens
tjeneste". Hann kvað fullsannað, að það væri lang-
beztu hestarnir, sem smábændurnir gæti haft. Ræða
hans mun hafa átt sinn þátt í því, að fleiri og fleiri hús-
menn fóru að fá sér íslenzka hesta.
Á þessari sýningu var útbýtt pöntunarmiðum handa
þeim, sem vildu fá íslenzka hesta. Sá er útbýtti þess-
um miðum var umboðssali — Frederiksen að nafni —
fyrir félag, sem nýstofnað var í þeim tilgangi, að útvega
srnábændum hesta frá íslandi. Fóiag þetta tók að sér að
útvega tvo valda hesta fyrir 300 kr. Margir smábændur
pöntuðu hesta hjá því. Hestarnir komu ári seinna og
likuðu allvel. Smábændurnir þektu ekki betri hesta, og
þess vegna voru þeir ánægðir með þá. Hestarnir þurfa
að vera vel þroskaðir, þegar þeir koma til Danmerkur,
því það er undir eins farið að nota þá til vinnu, sem
þeir eru alveg óvanir við. Við það hætta þeir að vaxa,
og þó þeir sumir eigi gott, þá vaxa þeir mjög litið.
het.ta er orsökin til þess, að íslenskir hestar i Danmörk
ei'u minni en hér heima á Fróni.
Popp kaupmaður á Sauðárkróki útvegar félaginu
hestana, og eg heft heyTt, að hann sé heldur vandur að
vali þeirra, en vart mun hann gefa svo vel fyrir þá, að
félagið hafl ekki góðan ágóða.
í félaginu voru að eins örfáir menn, og eftir því sem
fprmaður þess sagði mér, fá ekki fleiri aðgang í það..
Agóðinn fer því allur til þeirra fáu „félagsmanna", þ. e.
hrossakaupmanna, sem kalla það félag, að einhverjir fáir
^ienn taka að sér að útvega hross handa þeim, sem
óska, og gera það að eins í þeim tilgangi, að fá að vita,
hve mörg hross þeir megi kaupa það og það árið, til
hess að vera vissir um að geta selt þau öll.