Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 190
186
BÚNAÐARRIT.
Sumarið 1908 var haldin ungviðissýning fyrir alt
Jótland í Álaborg. Þar voru einnig sýndir íslenzldr
hestar, og átti Lars Frederiksen, ráðunautur í Árósi,
mestan þátt í því. Samband hinna józku búnaöarfélaga
varði fé til verðlauna, og L. Frederiksen var einn af
dómöndunum. Hann hélt þar fyrirlestur um íslenzku
hestana og lýsti meðferð þeirra hér á landi eftir þeim
kynnum, er hann fékk á ferð sinni hér sumarið 1905.
Síðast hvatti hann smábændur til að kaupa þá, og kaupa
þá góðu, þó þeir yrðu að gefa hærra verð fyrir þá. Yar
gerður hinn bezti rómur að máli hans, og birtist fyrir-
lesturinn í mörgum józkum blöðum.
í sumar sem leið voru íslenzkir hestar sýndir bæði
á ungviðissýningunni í Árósi og sýningu í Álaborg.
Hvatamaður að því var L. Frederiksen. Á sýninguna í
Álaborg komu allar skepnur bæði ungar og gamlar.
Það var í fyrsta skifti, sem íslenzkir hestar hafa veriÖ
sýndir á þess konar sýningu, og fyrsta skifti, sem eitt
einstakt búnaðarfélag hefir veitt fé (150 kr.) til að verð-
iauna þá. í Árósi var það aftur samband józku bún-
aðarfélaganna, sem lagði fé fram til verðlauna. Við
verðlaunin var tekið tillit til þróttar og fegurðar.
Bezti hesturinn, sem sýndur var í Álaborg, var grár
að lit, Hann liafði verið keyptur á uppboðinu í Kaup-
mannahöfn 1905. Honum gáfum við fyrstu verðlaun.
Á nokkrum fleiri sýningum hafa íslenzkir hestar verið
sýndir, t. d. í Ringsted.
Nú er stofnað nýtt félag með sama tilgangi og Hús-
mannshestafélagið, en sá er munurinn, að hér eru það
bændurnir, sem kaupa þá. Það er Samband húsmanna-
félaganna dönsku, sem stendur fyrir kaupunum. Fyrir
þess hönd er J. N. Jensen, dýralæknir í Lössing á Jót-
landi. í sumar sem leið fékk hann hestana frá Philip-
sen í Reykjavík. Hann lofaði Jensen hestunum á 135
kr., komnum til Jótlands. I „Husmandsbladet" frá 15.
maí 1909 og á boðsmiðum þeim, er hefir verið útbýtt,