Búnaðarrit - 01.01.1910, Side 191
BÚNAÐARRIT.
187
lofar hann að hestarnir skuli vera góðir og að minsta
kosti 8 kvartil á hæð, 4—8 vetra að aldri og gallalausir.
Jensen dýralæknir lét í ljósi undrun sína yfir, hve
verðið væri lágt, og var hræddur um að hestarnir mundu
ekki verða góðir. Hver reyndin hefir orðið er mér enn
ókunnugt um. Iíann bjóst við að geta fengið stóra,
sterka og bandvana fola fyrir einar 70—110 kr. hér, en
130—170 kr. komnatil Danmerkur. Helzt ætlaði liann að
reyna að koma sjálfur að sumri, og vildi eg þá óska að
honum gengi greitt hrossakaupin.
Eigi hestarnir okkar að komast í betra álit í Dan-
mörku en þeir eru núna, þá þurfum við að senda góða
hesta þangað.
Ef við gerum það, þá getum við fengið yfir 100
kr. fyrir hestinn, að frádregnum kostnaði.
Þeir þnrfa að vera stórir og sterkir, og helzt ekki
yngri en 5 vetra. Bandvanir eiga þeir að vera; það
eitt, að hesturinn er ekki bandvanur, setur hann oft
niður um einar 10—20 kr. Það lítur svo heríilega út,
þegar kaupandi vill sjá göngulag hestsins, og seljandi
ætiar að teyma hann, en hann stendur kyr eða gengur
aftur á bak. Þeir segja að hesturinn sé staður, því þeir
hafa aldrei séð tvævetra ótemju. Oftast verður því að
slá af hestinum fyrir þetta, sem hverjum íslenzkum
bónda ætti að vera hægðarleikur að laga.
Bezt er að hestarnir séu einlitir, en þó gerir það
ekki svo mikið til, ef þeir oru þannig, að hægt er að
fá tvo alveg samlita. Tveir hestar samlitir og einhvern-
veginn höttóttir eða skjóttir, svo liturinn sé fágætur,
eru eiumitt meira virði vegna litarins, en þeir verða þá
að vera nákvæmlcga eins á litinn.
Dönum er illa við markið á hestunum; þeim þykir,
eins og fornmönnum þótti, það skerða fegurð hestsins.
Hryssur eru í ofurlítið minna verði en hestar, en mun-
urinn er mjög lítiil.
Dönum er afarilla við flókatryppi. Sumarið 190C