Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 192
188
BÚNAÐARRIT.
sá eg öll þau hross, sem Zöllnev, umboðsmabur kaup-
félaganna, sendi til Danmerkur. Á meðal þeirra voru
mörg ílókatryppi, og spiltu þau mjög fyrir sölu hinna.
Oft eru tryppin eftir sig eftir ferðina og illa útlítandi.
Þau þyrftu þess vegna helzt að hafa góða aðbúð, svo
þau næðu sér fljótt aftur. Þessa er þó ekki gætt. Eg
hefi verið sjónarvottur að því, að nokkrum hundruðum
tryppa, sem komu frá íslandi og voru hungruð oglurk-
um lamin eftir ferðina, var slept inn í girðingu, þar sem
kalla mátti að engin björg væri. Þar voru þau látin
vera og naga rótina, þar til einhver kom og keypti þau.
Það dregst oft þó nokkuð, og þessi tryppi voru ekki öil
seld 3 vikum seinna. Og þegai’ eg sá þau, sem þá
voru eftir, var svo iangt frá að þau hefðu tekið sig og
væri orðin útgengilegri, að þau þvert á móti voru ]jót-
ari og óútgengilegri.
Vanaverð íslenzkra hesta í Danmörku er um 150—
160 krónur. Þar frá dregst svo allur áfallinn kostnaður.
Hversu mikill liann er fer eftir ]>ví, live hyggilega er
verzlað og í gegnum hve margar hendur ]bau þurfa ad
ganga. Við verðum því að gera það, sem 1 okkar valdi
stendur, til þess að milliliðirnir verði fáir, og áfallinn
kostnaður lítill. Að eins með því getum við vonast eftir
hag af hrossasölunni. Hvað getum við þá gert til að
fœklca milliliðunnm og minka áfallinn lcostnað.
Danskir smábændur spyrja líka að þessu. Þeir
haía lært það á annari verzlun sinni, að forðast milli-
liðina, og vjlja gera eins hér. Eg hefi bæði munnlega
og skriflega (í „Aalborg Amtstidende") sagt þeim, sem
hafa spurt mig að þessu, hið sama og eg segi hér á
eftir. Þeim lízt vel á það og eru fúsir að gera tilraun
1 því efni.
Eg held að hyggilegast sé, að dauskir og íslenzkir
bændur myndi félag. í því yrði þá bæði framleiðandi
og neytandi. Fyrirkomulagið ætti að vera á þessa leið:
íslenzkir bændur seija hestana, en danskir bændur kaupa