Búnaðarrit - 01.01.1910, Side 193
BÚNAÐARRIT.
189
þá. Hév á landi sé maður, sem þekkir bæði danskan
markað og íslenzkan, og meti hann hestana. Maður
sem liefir traust beggja, sé ráðvandur og samviskusam-
ur við starfa sinn, og meti ékki sinn hag meira eu
þjóðarhaginn.
Hann ætti að verðleggja hvern hest út af fyrir sig.
Hann meti hestinn eftir vanalegu verðlagi hér eg borgi
hann við móttöku. Til að geta það yrði félagið að taka
bráðabirgðalán árlega, en eigi þyrfti það að vera til
iangs tíma.
Hann skrifi hjá sér, frá hverjum hver hestur er,
helztu einkenni lians og annað, sem þykir þurfa. Einnig
ætti að merkja hestana, svo að enginn vafi gæti leikið
á, hver hefði sent. Mundi bezt að gera það með
tölubrennimarki á hófinn (1, 2, 3 o. s. frv.). Mats-
maðurinn fylgir þeim utan og verðleggur þá í DaD-
mörku eftir markaðinum þar, og það verð gefa dönsku
bændurnir fyrir þá. Verðmunurinn er ágóði að með-
töldum kostnaði. Og til að fá hreinan ágóða veiður því
að draga áfallinn kostnað frá.
Með þessu fyrirkomulagi yrði kostnaðurinn mjög Jitill.
Aðallega yrði það fargjaidið og laun matsmannsins.
Undir eins og hrossin koma á land, sltulu bændur þeir,
er hafa pantað þau, taka við þeim og borga þau um
leið eftir virðingarverði. Það þyrfti ekki að geyma
hrossin svo dögum og vikum skifti, kaupa handa þeim
haga, hús, hey og hirðing. Allur sá kostnaður spar-
aðist. Laun umboðsmanns, eða réttara umboðsmanna,
því eins og nú er eru þeir margir, yrði einnig óþörf.
Kostnaðurinn yrði því miklu ininni en liann er nú.
Hreinum ágóða bæri síðan að skifta jafnt milli allra,
er hross hafa selt og keypt eftir matsverði.
Færi nú svo, að matsverð hrossanna hér á landi
yrði hærra en í Danmörku, þá yrði tap. Því á auðvitað
að skifta niður eftir sömu reglum. En þetta þyrfti
aldrei að koma fyrir, því matsmaðurinn verður að vita