Búnaðarrit - 01.01.1910, Síða 194
190
BÚNAÐARRIT.
um markaðsverðið í báðum löndum. Færi nú sarnt svo,
er það af því, að útflutningur hesta borgar sig ekki
lengur, eða af því, að íslenzka verðið er orðið of hátt í
samanburði við söluverðið, eða þá söluverðið of lágt.
Eins og nú er, mundi matsverð hér megaveralOO—120
kr. til þess að gróði yrði á sölunni.
Mér er kunnugt um, að dönskum bændum lízt
vel á þetta,— en hvernig lízt íslenzku bændunum á það ?
Vilja þeir losna við miililiðina og verzla beint við
dönsku bændurna? íslenzku bændurnir græddu það á
því, að þeir fengi hærra verð fyrir hrossin sín, og fengi
þau strax borguð út í peningum. Það ætti þannig að
verða einn milliliðurinn, sem hjálpaði þeim til að losna
við skuldaverzlunina og gera þá alfijálsa í verzlunarsök-
um. Auk þess íengi þeir fastan markað, sem aldrei
brygðist.
Dönsku bændurnir græða að því leyti á þessufyrir-
komulagi, að þeir fá hrossin svo miklu ódýrari, sem
svarar hálfum ágóðanum : En auhþess fá þeir tryggingu
fyrir, að þau verði betri, og það er það, sem þeir sjá og
leggja aðaláherzlu á. Lögin um útflutning hesta, sem
samþykt eru og nú hafa verið í gildi eitt ár, veita þeim
að vísu meiri tryggingu fyrir að hrossin séu góð, en
áður var, en þó ná þau skamt. Auk þess er ómögulegt
að veita slíka tryggingu með lagaákvæðum. Til þess
hún fáist, þarf hverjum einstakling að vera það ljóst,
að það er honum sjálfum fyrir beztu, að varan sé góð.
Uann þarf að hafa það hugfast, að svíkji hann vöruna,
þá svíkur hann mest sjálfan sig.
Bændur hafa myndað kaupfélög, sláturfélög o. fl.
Það er alt gert í þeim tilgangi að láta milliliðina vera
sem fæsta og sem mest af ágóðanum koma í hendur
framleiðanda og neytanda. Þetta félag yrði það víðtæk-
ari en öll hin, að það næði til framleiðanda (þess sem
elur hestinn upp) og neytanda (þess sem síðast kaupir
hestinn og notar hann).