Búnaðarrit - 01.01.1910, Síða 195
BÚNAÐAERIT.
191
Eg vona að bændur hugsi þef.ta mál rækilega, og
geri þeir það, þá er eg sannfærður um, að félag í þess-
um tilgangi og með svipuðu fyrirkomulagi verður stofn-
að, þó það ef til vill verði ekki á næstunni.
Eg get hugsað mér, hverju sumir munu svara. Þeir
vilja ekki hafa dönsku bændurna með. Þeir vilja senda
hrossin sín á eigin reikning og eiga svo á hættu hvernig
fer; fá sjálfir alian ágóðann, og bera einir alt tapið, ef
nokkurt yrði.
En að eins með því að hafa dönsku bændurna með,
getum við fengið vissu um að fá fastan árlegan markað,
og minstan eriendan kostnað.
Illa væri það farið, ef við yrðum aldrei menn til aö
að losna alveg undan ánauðaroki kaupmanna, sem enn
virðist vera allþungt í sumum héruðum landsins.
Eftir að framanritað er skráð, hefi ég fengið vissu
fyrir, að Lars Frederiksen, ráðunautur í Árósi, hefir
skrifað ítarlega grein um íslenzku hestana í vasakver
smábænda, sem gefið er út af A. Christensen kennara.
Ráðunauturinn hælir þeim þar mjög, eins og hann raun-
ar hefir gert áður, bæði í ræðum og ritum, og hvetur
Dani til að kaupa þá og sjá um að þeir fái þá góða.
Hann skýrir þar frá lifnaðarháttum og meðferð þeirra
hér á landi og gefur ýmsar bendingar viðvíkjandi með-
ferð þeirra fyrst eftir að þeir koma til Danmerkur.
Áður hafði S. Larsen dýralæknir, sem er formaður
fyrir Húsmannshestafélaginu, samið kver um íslensku
hestana. I því er fjöldi af vottorðum frá mönnum, er
keypt hafa hesta hjá félaginu. Þeir votta allir, að hest-
ai'nir hafi reynst vel og fulinægt þeim kröfum, er þeir
gera til smábændahesta. Kveri þessu var útbýtt gefins,
°g sýnir það ijóslega tílganginn með útgáfu þess. Burð-
argjald borgaði félagið, og varla mun það hafa verið tekið