Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 197
BTJNAÐARRIT.
193
nokkuð aðra mynd en maðkurinn, er styttri og gildari,
liggur í dvala og étur ekkert. Púpuástandið varir mis-
jafnlega langan tíma, en að honum liðnum verður púpan
að dýri, sem hefir algerlega nýja mynd og er nú venju-
iega fœrt og fleygt. Þetta nefnist fullkomin eða alger
myndbreyting. Til þess skordýraflokks teljast bjöllur,
flugur og fiðrildi. í þessari mynd eru þau fyvst tímg-
unarfær. Lirfurnar tímgast ekki, og þá ekki púpurnar,
og ekkert skorkvikindi timgast oftar en einu sinni.
Það hefir verið oss nokkurn veginn ijóst, að gras-
maðkurinn væri fiðrildislirfa, en lengra náði þekkingin
ekki hór á landi, að minsta kosti ekki alment. Fullyrt
er, að hér sé til ýmsar tegundir af liðrildum, þótt fátt
sé það í samanburði við það, sem er í heitari löndum.
Þrjú íslenzk fiðriidanöfn eru þekt. og ef til vill fleiri:
Jcaupmannsfiðrildi, grasfiðrildi og gestafiðrildi. Eggert
Ólafsson segir, að kaupmannsfiðrildið dragi nafn sitt af
því, að það sjáist, á þeim tíma, sem vöruflutningaskip
koma til landsins; grasfiðrildið hafist við í graslendi í
júlímánuði. Gestafiðrildið er líka nefnt gestafluga eða
melfluga. Þessi nöfn eru vitanlega ónákvæm; gesta-
fiðrildið þekkjum vér raunar bezt, en undir hin nöfnin
tvö munu teljast fleiri en tvær tegundir.
Fiðrildalirfur eru gildvaxnar. Kroppurinn er linur,
ýmist hærður eða hárlaus. Höfuðið er hart viðkomu.
A því eru 2 samsett smá augu sitt hvoru megin á höfð-
inu, stuttar fálmtengur og stór og mikill bitmunnur.
Lirfurnar hafa marga fætur, en stuttir eru þeir og lík-
astir smávörtum. Sitja þeir neðan á kviðnum með
nokkru millibili, tveir og tveir hvor á móti öðrum.
Eins og á öðrum skorkvikindalirfum sést glögt móta
fyrir hringum þvert yfir kroppinn. Brjósthringirnir eru
þrír, og á hverjum þeirra eru tveir fætur. Auk þess eru
venjulega 10 fætur á afturpartinum; eru altaf tveir hvor
á móti öðrum og aldrei fleiri en tveir á einum hring.
Leir eru venjulega á 3., 4., 5., 6. og 9. hring. Undan-
13