Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 198
194
BÚNAÐARRIT.
tekningu frá þessari reglu gerir þó ein tegund af fiðr-
ildalirfu, er f e ti mætti nefnast („maaler"). Hann hefir ekki
fætur nema á tveim öftustu hringunum.
Grasmaðkur mun vera gamall heimagangur hér
á landi.
í IV. árg. Klausturpóstsins (1821) er í fróttakafla
komist svo að orði í júlí-númerinu: „Grasmaðkur í
Skaftafeilssýslum — vegna langvinnra þurka og næð-
inga í ár — ollir miklum skaða". í desember-númerinu
er get.ið um, að sumstaðar eystra hafi grasmaðkur étið
„hvert gras af jörðu“. I neðanmálsgrein er skýrt frá
þessu nánar: „Þetta skaðræði af grasmaðki í gróanda
vill oft til eystra á bágum vorum. Bergur prófastur
Magnússon fyrirbygði útdreifingu hans hjá sér að Stafa-
felli með skurðum, sem hann gróf fyrir maðktorfurnar,
í hverja þeir veltust. Sama er alþekt ráð í Svíþjóð,
og síðan að kynda hríslimi í þeim skurðum. Með
brennisteinsreyk má og þeim maðki sálga“.
Eggert Olafsson talar í ferðabók sinni, bls. 839, um
regnorm, er svo só nefndur vegna þess, að hann komi á
Austurlandi í stormum og rigningum; geri hann oft
mikinn skaða. Getur hann þess einkum að árið 1701 hafi
þetta kvikindi skemt graslendi í allri Skaftafellssýslu og
Rangárvallasýslu. Það getur lít.ill vafi verið á þvi, að hér
sé átt við grasmaðk, þótt nafnið sé annað.
Grasmaðkurinn hefir gert mikið tjón á seinni árum,
einkum hér sunnanlands, og virðist það fara mjög í vöxt
síðustu árin, sérstaklega í Arnes, Rangárvalla og Skafta-
fells sýslum.
Til þess að ganga úr skugga um, hvers konar maðk-
ur þetta væri,hafði eg nokkra með mér í glasl, þegar eg
fór utan síðast liðið sumar. Frú Sofie Rostrup1 ákvarð-
1) Fni Sofie Rostrup, mag. scient, er ráðunautur búnaðar-
félaganna dönsku í jurtasjúkdómum, einkum þoim sjúkdómum,
er ovsakast af djjrum.