Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 199
BÚNAÐARRIT.
195
aði maðkinn og segir það vera charaeas graminis (græs-
ugle, ángsmask), sömu tegundina og geisað heflr á
Finnlandi með köflum síðustu 20 árin, en er nú í rénun
þar aftur.
Þessi lirfa (grasmaðkurinn) er gráleit að lit, með 7
ljósleitari rákum eftir endilöngu, á hryggnum og hlið-
unum. Sjálft fiðrildið gerir engan skaða. Það sýgur
vökva úr blómum með sogtrjónu, sem það hefir í stað-
inn fyrir munn, en blómin eru jafngóð eftir. Um leið
og fiðrildið tekur vökvann úr blómunum, borgar það
mörgum þeirra fyrir sig með því að greiða fyrir frjóvg-
uninni um leið.
Eftir að eg kom heim skrifaði eg Enzio Eeuter,
skordýrafræðingi flnska ríkisins, og sendi hann mér síðan
skýrslur sínar um skaðleg skorkvikindi þar í landi; ná
þær yflr árin 1898 til 1907. Úr þessum skýrslum hefi
eg dregið saman og tínt til það um grasmaðkinn, sem
eg álit mest.u máli skifta.
Árin 1889—1893 var mjög mikið um grasmaðk á
Finnlandi, einkum á sléttlendinu í Austurbotnum. Næstu
fjögur árin var lítið um maðk, en 1897 fór hans aftur
að verða vart að mun. Arin 1898 og 1899 kom maðk-
urinn í Yasahéráð og varð víða mikill. Sumarið 1900
var geysimikill maðkur, hátt upp í það eins og næsta
tímabil á undan. Árið eftir var hann í mikilli rénun,
og 1902 bar svo sem ekkert á honum. 1903 og 1904
bar heldur ekkert á honum nema lítillega í tveim hér-
uðum seinna árið. 1905 lítið eitt meira, án þess þó að
gera teljandi tjón. Vorið 1906 bar mikið á maðki í
Austurbotnum; var fullkomlega útlit fyrir, að nýtt tíma-
bil væri í byrjun, en þá varð það til hjálpar, að sótt-
öæm veiki kom upp í maðkinum og greip svo um sig,
að ekkert verulegt tjón varð að honum. Reuter álítur
Þessa veiki vera „flacheripesten“ eða „slappsjukan“.
Sækir veiki þessi á ýms skorkvikindi, einkum fiðrilda-
13*