Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 201
BÚNAÐARRIT.
197
telja að hann byrji íyrri hluta júnímánaðar, sumir fyr
og sumir seinna.
Þegar maðkurinn byrjar að skemma á vorin eru
hinar ungu lirfur í þéttum flokkum, helzt þar sem mikið
er af snarrótarpunti; éta þær grænkuna svo grasið visn-
ar, verður grátt að lit. Á því sést að maðkurinn er
kominn á kreik. Skríður hann venjulega áfram í vissa
átt og dreifist fljótt yfir stór svæði. Sé þetta á miðju
grasmaðkstímabili nær maðkurinn fljótt yfirráðum yfir
heilum lendum, því þá eru hóparnir svo margir.
Grasmaðkurinn byrjar venjulegast á náttúrlegu harð-
velli eða á gömlu graslendi, sem að meira eða minna
leyti er orðið eins og það var upprunalega af náttúrunni,
þótt einhverntíma fyrir mörgum árum hafi verið sáð
þar grasfræi. Maðkurinn étur grösin niður við rótina;
af því er nafnið dregið; en öllum ber saman um það,
að hans mesta sælgæti sé snarrótin. Sé nóg til af snar-
rótarpunti, étur maðkurinn hann, en lætur önnur grös í
friði; en hafi hann ekki snarrót, þá tekur hann það sem
til er og fyiir verður af grasatagi. Menn þekkja ekki
dæmi til, að maðkurinn hafi upptök sín í vel ræktuðum
sáðsléttum, þar sem súðgresið er vallarfoxgras, háliða-
gras og smári. Þar sem háliðagras og snarrót óx sam-
an, át maðkurinn snarrótarpuntinn, en skildi liðagrasið
eftir. En sé skortur á snarrót, étur hann liðagras, vall-
arfoxgras og smára. Sé sáðslétturnar orðnar um 20
ára gamlar, gerir maðkurinn ekki mikinn mun á þeim
og náttúrlegu graslendi, enda er þá graslagið farið að
breytast. Snarrótin komin.
Það ber ekki sjaldan við, að maðkurinn hefur göngu
sína fyrst í raklendum jarðvegi; þar er líka oft rnikið
af snarrót. Send var út spurning um það, hvort maðk-
urinn byrjaði fyr á þurlendi eða raklendi. Svörin utðu
hiisjöfn. 40 sögðu að maðkurinn hafi verið mestur á
harðvelli, 29 sögðu hann hefði orðið mestur á raklendi,
°g 11 sögðu þess engan mun.