Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 202
198
BÚNAÐARRIT.
Reynslan virðist benda á það, að maðkurinn skemmi
ekki sama blett tvö ár í röð, ef nýr blettur er óétinn i
nánd.
Skoðanirnar eru skiftar um það, hver áhrif vorveðr-
áttan hafi á maðkinn. Af 18 svörum, sem komu upp
á þess konar spurningu, voru 9 með því að rigningar
drægi úr honum, 8 með því að stöðugir þurkar drægi
úr honum og 1 sagði að regn hefði aukið maðkinn.
Með undanförnum línum er þá nokkuð búið að at-
huga feril maðksins um vortímann. Þegar hann er full-
vaxinn hættir hann að herja, legst fyrir og breytist i
púpur. Maðkarnir leggjast sjaldnast fyrir á uppétnum
blettum. Þeir leita sér skýlis á nýjum óótnum svæðum,
helzt í snarrót, og grafa sig niður á milli stráanna.
Púpurnar sjást sjaldnast ofan á grasrótinni, maður verð-
ur að bora lítið eitt ofan í hana, annaðhvort með fingr-
unum eða með hníf, til þess að finna púpurnar.
Það er nokkuð misjafnlega snemma á sumrinu, sem
maðkarnir breytast í púpur; tíðarfar ræður þar mestu
um, en þetta verður rétt eftir að maðkurinn hættir að
herja. Þessu viðvíkjandi, eins og svo mörgu öðru, sendi
Reuter út spurningar. Svörin urðu þannig, að 8 sögðu
að maðkurinn hefði hætt í byrjun júní, 62 sögðu að
hann hefði hætt á tímabilinu 10.—20. júní, 59 sögðu í
lok júní og 1 í byrjun ágúst.
Það mun ekki gott að segja um það með vissu,
hversu langur tími líður frá því maðkurinn breytist í
púpu og þangað til púpan verður að færu fiðrildi; oft
kvað það vera um hálfsmánaðartími.
Af þessu sóst, að fiðrildin koma í ljós misjafnlega
snemma á sumri og þar af leiðandi verpa þau misjafn-
lega snemma, og eftir því getur það farið, hvort eggin
ungast út um haustið eða ekki fyr en vorið eftir.
Það er undir eftirtekt manna og árvekni komið,
hvort nokkuð er hægt að gera til aö stemma stigu fyr-