Búnaðarrit - 01.01.1910, Side 203
BÚNAÐARRIT.
199
ir maðkinum. Öll þau ráð, sem menn þekkja, eru þess
eðlis, að þau verður að noia í byrjun maðkstímabilsins,
því sé grasmaðkurinn kominn í algleyming, þá stendur
maður að mestu leyti ráðþrota fyrir þeim ófögnuði.
Annað skilyrði fyrir því, að þau ráð, sem nefnd verða,
geti komið að liði, er það, að þeim sé beitt á þeim tíma
ársins, sem við á, og verður drepið á það í eftirfarandi
línum.
Reynt heflr verið að drepa maðkinn með eitri, og
hafa ýms meðul verið notuð i því skyni. Nú er svo
komið, að helzt er mælt með tveimur þeirra: lysól og
steinolíublöndu. Það er þó ekki meira látið yflr þessu
en svo, að talið er rétt að taka til þessara ráða þar sem
litið sé um maðk, og að eins í byrjun, en óhugsandi
sé að eyða maðki með eiturmeðulum þar sem mikið
er um hann. Það er ekki hlaupið að því að finna heppi-
leg meðul, sem bæði verki vel og sé óskaðleg fyrir
jurtirnar, sé ódýr og að hægt sé að nota þau án mik-
illar vinnu.
Almenningur hefir haft meiri trú á lysól en nokkr-
um öðrum meðulum, sem ráðlögð hafa verið, og helzt
fengist til að nota það; lysólið þarf að nota snemma á
vorin, á meðan maðkarnir eru í flokkum. Það skemmir
nokkuð gróðurinn, en slíkt hefir ekki svo mikið að segja.
sé það notað snemma, því þá hefir því verið dreift að
eins um tiltölulega litla bletti, og öll líkindi eru til, að
grasið vaxi aftur seinna um sumarið.
Lysól fæst í apótekum, en ef farið yrði að nota
það, þá þyrfti að komast að betri kaupum en venjulegu
apóteksverði. Það er blandað með vatni og dreift svo
ýfir maðkahópinn. Hæfilegt þykir að blanda 2 hlutum
af lysól saman við 100 jafnstóra hluta vatns. Þessi
vökvi drepur maðkana, ef hann kemur á þá; eftir lítinn
tíma verða þeir óhreyfanlegir og næsta dag flestir dauðir.
Úetur reyndist að nota mikið af daufum vökva en lítið
af sterkum. Yökvanum á að dreifa yfir i þurru veðri