Búnaðarrit - 01.01.1910, Side 204
200
BÚNAÐARRIT.
og sólskinslausu. Til eru dælur af ýmsri gerð, sem
vökvanum er dreift með.
Steinolíublanda skaðar ekki gróðurinn, en hún drepur
maðkinn. Frú S. Rostrup segir i bók sinni, sem áður
er nefnd, að steinolíublöndu skuii búa til úr a/4 kg. sápu
(helzt harðri feitisápu eða grænsápu), sem sjóða skuli i
4V2 lítra af rigningarvatni, svo að vel samlagist. Þegar
þetta er tekið af eldinum, er blandað saman við það 9
litrum af steinolíu. Á meðan blandan er sjóðandi heit,
er hún þeytt í 5—10 mínútur, þangað til hún verður
jöfn og lík rjóma, án þess að olíudropar sjáist. Rétt
áður en á að nota blönduna er sett saman við hana
rigningarvatn á ný, í hvern lítra af henni er þá látið
9—20 lítrar af vatni. Geyma má blönduna nokkurn
tíma, þar sem kalt er, áður en vatnið er látið í hana í
seinna sinn. Hún má ekki setjast, því steinolíudrop-
arnir brenna grasið. Sé hún farin að skiljast, verður að
hita hana með gætni og þeyta á ný.
Þótt. nefnt sé rigningarvatn, skal það tekið fram að
nota má í þess stað alt kaiklaust vatn, og það er lækja-
vatn venjulega,
Úá er að nefna það ráðið, sem útlit er fyrir að
bezt dugi hér á landi, en það eru skurðir, sem gerðir
eru í kring um maðkahópana. Hægast er að fá ein-
hverju verulegu til leiðar komið með þeim, ef þeir eru
notaðir í byrjun maðkstímabilsins, á meðan hóparnir eru
íáir; en hvað sem um það er, þá verður að gera skurð-
ina snemma á vorin, áður en maðkurinn er farinn að
dreifa sér. Bezt er að gera skurðina með spaða, en þó
má gera þá með plóg. Skurðirnir hafa bjargað mörg-
um bændum; í þeim hafa farist miljónir af möðkum.
Sé maðkurinn kominn á kreik áður en skurðirnir eru
gerðir, má spara sér skurði með því að athuga hvaða
stefnu maðkurinn heldur, og grafa þá að ems þvert fyrir
þeirri stefnu, en sleppa því að grafa meðfram þeirri hlið,
er maðkurinn kom frá. Skurðirnir mega vera 8 þuml.