Búnaðarrit - 01.01.1910, Side 205
BÚNAÐAERIT.
201
breiðir og' álíka djúpir; hlið sú, sem frá veit maðkinum,
á að vera kröpp. Á nokkurra faðma millibili eru gryfjur
grafnar í skurðina, til þess að þangað geti safnast mestu
kynstrin, og skurðirnir síður fylst. Sumir f)úla skurðina
með vatni, til þess að dreklcja maðkinum, en ekki er
þess þörf. Dauðu maðkana þarf ekki að flytja burtu,
út af þeim getur ekkert kviknað, og strengurinn, sem
iagður hefir verið á brúnina fjær maðkinum, er lagð-
ur ofan í skurðinn, þegar hans er ekki lengur þörf.
Sáðskifti er það ráð, sem öllum ber saman um að
sé óhultust vörn móti maðkinum. Að vísu er eg þeirr-
ar skoðunar, að það eigi langt í land, að jarðræktin kom-
ist á það stig hér á landi, að tiltök verði að viðhafa
sáðskiffi svo nokkru nemi, en þó get eg ekki látið vera
að minnast á þetta, sem erlendis er talið aðalatriðið gegn
yfirgangi maðksins.
Eins og þegar er tekið fram, er það snarrótarpunt-
urinn, sem maðkurinn sækir mest í; þess vegna þykir um
að gera að útrýma honum úr ræktaða landinu, en slíkt
gerist ekki á annan hátt en með plægingu og sáningu
annara grastegunda. En þótt vér ekki getum tekið upp
þá ræktunaraðferð, sem sáðskifti útheimtir, og vér ósk-
urn líka sjálfir að geta haft sem mest af vel ræktuðum
túnum með viðvarandi grasi, þá getum vér að miklum
mun notað plœgingu og sáningu til þess að verjast yfir-
gangi maðksins og draga úr skaðlegum áhrifum hans.
En það er eins með þetta og öll önnur ráð: vér verðum
að vita hvað maðkinum líður. Með plægingu er hæg-
ast að drepa ungan maðk, púpur og egg.
Ef vér getum komist eftir því, hvar mest er um
hiaðkinn snemma á vorin, meðan hann er ungur og
veikburða, þá er mesta þjóðráð að plægja þá bletti, bera
Í þá áburð og sá í þá höfrum eða byggi. Þessum
blettum má svo koma í rækt, eins og hverjum öðrum
iiögum. Sé ekki plægt að vorinu fyr en makarnir eru
i'úlorðnir, hefir það minni áhrif, og auk þess tapast þá