Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 206
202
BÚNAÐARRIT.
fremur not af því landi það sumarið. Dragist plæging-
in svo lengi, þá er bezt að bíða þangað til maðkurinn
er orðinn að púpum, og leita þá blettina uppi, slá þá
strax og plægja; við það mun mestur hluti púpnanna
deyja.
Geti maður fundið þá bletti, þar sem mest er af
eggjum, þá er um að gera að plægja sem mest af því
á haustin eða svo fljótt á vorin sem verða má.
Á því undanfarna sést, að maðkurinn, á hvaða stigi
sem hann er, hefir aðalaðsetur sitt í snarrótarpunti og
ef til vill líka í bugðupunti, en af honum er lítið á tún-
um, og á útjörð er hann miklu strjálli en snarrótar-
punturinn. Þeir sem þekkja snarrót geta haft hana sér
til leiðbeiningar við að finna maðkinn og eins egg og
púpur. Gott væri að geta plægt sem allra mest af
snarrótarpunti þar sem maðkur er; það getur dregið
mjög úr yfirgangi hans næsta ár. Reuter segir, að það
sé ekki dæmi til annars en að grasmaðkurinn byrji í
snarrótarlendi, einkum því er sé nokkúð mosagróið. En
samfara dugnaðinum í því að plægja verður að vera út-
sjónarsemi við það að fá landið til að klæðast öðrum
arðsömum gróðri.
Eitt af þeim ráðum, sem talið hefir verið vert að
reyna, er að beita slcepnum á grasmaðkssvæðin, þegar
maðkurinn er í göngu. Prófastur nokkur á Finnlandi,
Jónatan Jóhannsson í Alajárvi, segir um þetta: „Þegar
eg varð var við mikið af maðki á einu afgirtu svæði,
hleypti eg þangað inn öllum mínum skepnum, til þess
að lceppast við maðkinn um að éta grasið. Síðan plægði
eg svæðið, herfaði með fjaðraherfi og sáði þar höfr-
um; þarna gerði maðkurinn mér engan skaða, því fyrst
fókk búpeningurinn góða beit, og seinna fókk eg ágæta
hafraslægju til fóðurs. Betra ráð er ekki til“.
í suðurhluta Finnlands er jarðræktin á hærra stígi
en norðar; þar er sáðskifti viðhaft, og þar gerir maðkur-