Búnaðarrit - 01.01.1910, Blaðsíða 207
BÚNAÐARRIT. 203
inn minna tjóD. Hann er langt um skæðari í Austur-
botnum.
Reuter getur um það í skýrslu sinni fyrir árið 1900,
að almúginn daufheyrist við flestum ráðleggingum, og
oft hafi það verið orsökin, að þó menn hafl viljað plægja,
þá hafi útsæði ekki verið fyrir hendi, og þar af leiðandi
hafl ekki heldur orðið plægt. Hann lagði því til, að
ríkissjóður hlypi undir bagga, og bar fram þessar tillög-
ur þar að lútandi:
1. Ríkissjóður veitir þoim hreppum, sem mestan hafa inaðkinn,
rentulaust lán til að kaupa útsœði, einkum hafra.
2. Hroppurinn ábyrgist lánið og endurgreiðir innan ákveðius
tíma, og lœtur ái-eiðanlegan mann sjá um, að því sé hagan-
lega útbýtt, og að það sé notað til þess, sem það er ætlað.
3. Að lánið sé í fyrsta lagi veitt þeim, sem eru í mestri hættu af
maðkinum, og I öðru lagi þoim, sem eiga snarrótarlendur
nærri maðksvæðunum.
4. Lánið veitir hreppurinn til tveggja ára, og greiðist það þá
mcð rontu, sem ekki má vera hærri en 5% um árið.
5. Rentuna notar lireppurinn til að greiða flutningskostnað og
geymslukostnað og til að borga þeim, sem eftirlit liafa með
útbýting og notkun lánsins.
6. Lántakandi skuldbindi sig til: a að nota lánskornið ein-
göngu til að sá í gamalt snarrótarland, sem plægt hefir
verið síðastliðið ár oða plægt verður vegna maðlcs yfir-
standandi ár. b að fyrir hvern hektólítra eða hluta af
hektólitra af lánskorni skuli lántakandi taka til ræktunar á-
kveðna stærð af snarrótargraslendi. Stærð þessa ákveður
hreppsnefndin.
7. Noti einhver útsæðið öðruvísi en ákveðið er, er haun skyld-
ur til að endurborga það strax að fullu til hreppsins með
rontum, eftir þvi verði sem þá er á korninu.
Stjórnin félst á þessar tillögur og veitti lánið bæði
árin, 1901 og 1902, og ákvað að það skyldi endurgreið-
ast ríkissjóði að tveim árum liðnum. Lánin urðu all-
mikið notuð, svo að miklu meira varð plægt af snarrót-
arlendi og sáð í það, en áður hafði verið.