Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 208
204
BÚNAÐARRIT.
Tillögur þessar sýna, hversu mikla þýðingu Finnar
leggja í plægingu og sáningu sem ráð gegn grasmaðki.
Dr. G. Grotenfeldt hefir komið með þá uppástungu,
að þrautherfa graslendið í stað þess að plægja það. Það
heflr ekki verið reynt enn, en verðskuldar að því sé
gaumur gefinn.
Einstöku menn hafa veitt vatni á maðJclendi, þar
sem því varð við komið. Það heflr hjá sumum borið
góðan árangur, en einn, sem það hefir reynt, getur þess,
að það hafl ekki komið að liði. Fiðrildaegg geta þolað
vatn, svo vikum skiftir, en það geta iirfurnar ekki.
Það er ekki sjaldgæft, að maðkarnir fái sóttnœma
veiJci. Það er náttúrlega eitt af því allra bezta, sem
komið getnr fyrir þá bændur, sem orðið hafa að sæta
þungum búsifjum af maðkinum, og hugsanlegt er talið,
að bændur geti notfært sér þetta, með því að gæta vel
að, þegar slíkt kemur fyrir, og styðja svo að útbreiðslu
veikinnar með því að dreifa veikum möðkum yflr sem
stærst svæði.
Sníkjudýr ásækja maðkinn og eyða miklu af honum.
Þeim fjölgar fljótt, þar sem þau á annað borð eru komin,
og eru hin mesta hjálparhella bænda í stríði þeirra við
maðkinn.
Þá eru önnur dýr, sem má nota til að eyða maðki,
og það eru fuglar, bæði viltir fuglar og alifuglar. Að
því er til viltu fuglanna kemur, höfum vér ekki á valdi
voru að gera annað en það, 1. að forðast að styggja þá,
og 2. að hjálpa feim til að finna maðkinn með því að
draga herfi um graslendið, þar sem hann er. Kríur og
kjóar, lóur og spóar taka mikið af maðki, og sjálfsagt
gera hrafnagreyin það líka, þegar þeir þora að koma svo
nærri manna bygðum sem maðkurinn venjulega er. Ef
til vill verður maðkurinn þess valdandi, að hrafnarnir
fara að verða vinsælli hér eftir en hingað til. Grátitl-
ingarnir og ýmsir fleiri smáfuglar sýna mikinn dugnað í
þvi að éta smá kvikindi, og liklega er grasmaðkurinn