Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 211
BÚNAÐARRIT.
207
um það. Eg hefi séð á þeim, að íslenzkum bændum
er orðið það fullljóst, hvaða ánægju og gagn menn geta
gert sér og sínum með því að vinna að jarðabótum.
Eg hefi séð, að túnmoldin er frjósöm og endurgeldur
tífalt það sem til hennar er kostað. En aldrei sé eg
þó fullorðna menn slá þýfi eða pæla, og aldrei sé eg
framfarabændur sýna smábletti í túni, svo að mér detti
ekki í hug og segi: „Ef þessi tími og þefta mannafl
hefði verið notað með hestafli og góðum tækjum, þá
hefði blettirnir verið mörgum sinnum stærri".
Stundum hefi eg hér heyrt svo mikið og sóð af
þessari túnsléttu með handafli, að eg hefi nærri því
vanist við hana, vanist á að líta á þúfur og ristuspaða
með sömu augum og gamlir menn gera. Það má vinna
vel á þann hátt. En á þessum tímum, þegar vinnan er
orðin svo dýr, mega menn til að gá að því, hvað bezt
er, ódýrast og fljótlegast. Eg ætla því að leyfa mér að
benda á nokkur atriði viðvíkjandi sléttunaraðferðinni
nýju. Það mál skiftir mjög miklu. Menn mega ekki
vera á báðum áttum í því efni. Það ertjón fyrir bónda
að vera mörg ár að átta sig á því, hvora aðferðina hann
á að hafa. Það getur skift miklu að gera sór það Ijóst,
hvað bezt borgar sig í raun og veru.
Þvi það vita víst allir, bæði sveitamenn og sjávar-
menn, að það er ómissandi að slótta túnið sitt ogstækka
það. Á fáeinum bæjum, þar sem góðar engjar eru, sem
ekki bregðast, og stutt er á þær, þar skiftir það ef til
vill ekki mjög miklu, hvo túnið er stórt. En það er
óvíða. Á langílestum stöðum er á þessum peningaleysis-
tímum alt undir því komið fyrir bóndann, hve mikið
hann fær af góðri töðu, og hve dýr hún verður honum.
Þessvegna spyr eg:
Hvernig er bezt og ódýrast að bæta túnið sitt og
slétta það?
Ilversvegna eru menn svo fastheldnir við ristuspað-
ann og smáblettina?