Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 213
BÚJSÍAÐARRIT.
209
En menn eru óvanir þessu hafragrasi. Það eru
margir, sem eiga bágt með að trúa því, að kýrnar éti
það eins vel og töðu og mjólki eins vel af því.1 En
það er þó svo, og eru fyrir því orð margra merkra
manna. Og fyrst nú svo er — eg veit reyndar, að kýr
þykja sumstaðar ekki arðvænlegar skepnur, en það er
ekki hafragrasinu að kenna — hvað gerir það þá til, þótt
bletturinn verði ekki kallaður tún fyrsta árið? Aðalat-
riðið er, að af honum fáist gras, sem kýrnar éti og geri
gagn af.
2. Satt er það, að menn geta sléttað túnið sitt og
stækkað með gamla iaginu. En má ekki gera það líka
með nýja laginu? Eru ekki hér á landi til staðir, þar
sem menn geta fengið leiðbeiningar annaðhvort skriflega
eða með því að koma sjálfir og sjá. Það eru nú sjálf-
sagt margir, einkum ungir piltar, sem hafa lært slétt-
unaraðferðina nýju, en allur þorrinn er þó enn rpeð við-
báruna, sem úrslitum ræður: Við kunnum ekki til
þessarar vinnu.
Um verkfærin ætla eg — til þess að vera stuttorð-
ur — að eins að vísa til ágætrar ritgerðar í Búnaðar-
ritinu 1909 eftir Jón Jónatansson. Um val á grasfræi
vísa eg til skýrslna í Búnaðarritinu eftir Einar Helga-
son garðyrkjumann, sérstaklega bendi eg á skýrsluna í
21. árg. Þar (á bls. 135) er tafla yfir fræblöndun þá,
er tilraunir hafa bent á að hentust muni vera. En eg
ætla í stuttu máli að nefna nokkur aðalatriðin viðvik-
jandi sléttunaraðferðinni nýju.
Gott hafraútsæði má fá hjá J. Zimsen kaupmanni;
en grasfræ, ýmislega blandað eftir því sem jarðvegurinn
er, hjá Einari ITelgasyni garðyrkjumannni og sjálfsaft
líka í gróðrarstöðinni á Akureyri. Af höfrum þarf 100
1) Bezt er að gefa mjólkurkúm hairagrasið á haustin, þeg-
ar' gras er farið að falla, og þá grænt. Ef hafrabletturinn er
stserri en svo, að grasið verði alt notað á þann hátt, má
þurka það.
14