Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 214
210
BÚNAÐARRIT.
pund í dagsláttuna, og munu þeir kosta um 10 kr., en
grasfræ í dagsláttu, 18 pund, um 16 kr. Þýfið er plægt
á hausti og herfað næsta vor, helzt jafnóðum og frost
fer úr jörðu. Borið er á lítið eða mikið eftir því hvort
rækt var í þýfinu eða ekki. Á óræktarþýfi tekur varla
að bera minna en 50—60 vagnhlöss af góðum áburði á
dagsláttu hverja. Þar sem hestar eru illa fóðraðir, og
taðið undan þeim látið vera undir beru lofti árlangt eða
Jengur, þá er sá áburður lítils virði. En heizt má þó
nota hann í þesskonar jörð. Kúamykja og sauðatað
reynist alt af vel. Það er fremur öllu öðru áburðar-
skorturinn, sem bannar mörgum bændum að stækka
túnin sín. Vil eg því þess vegna minna á það hér, að
víða eru við bæina eða á túnunum gamlir öskuhaugar
eða moldarhangar. Þeir eru ágætur áburður. Eg hefi
sumstaðar séð menn nota þá til að fylla upp djúpar
gjótur eða lautir. Það er ljóta eyðslan, þó að það sé
hægast í svipinn. Auðvitað þarf meira af þesskonar á-
burði heldur en taði undan skepnum; þó þarf áburðar-
iagið aldrei að vera þykkara en svo, að herfa megi það
saman við plægðu moldina. Eg hefi reynt það sumstað-
ar, að bera veggjamold og ösku í helming af flagi, en
tað undan skepnum í hinn helminginn, og veggjamold-
in hefir reynst vel.
Sumstaðar er í raun og veru áburðarskortur, hvorki
til veggjamold né tað svo nægi. En þá vil eg minna á
forirnar. Það er stórtjón, að láta þær vanta. Ef á-
burðarlögurinn væri alt árið vel hirtur, þá væri víða tii
góður áburður og nógur á túnaslétturnar. Með því iagi
yrði og vinnusparnaður við túnávinsluna. Áburðarlögur-
inn fer sjálfur niður í jörðina, undir eins og honum er
slept út um dreifinn á tunnukrananum. Þar sem áburð-
arskortur er, er því ráð að hafa forir. Það er miklu
nær en að kaupa frá útlöndum dýran áburð tilbúinn.
Tilbúinn áburð getur verið tilvinnandi að nota, þar sem
menn langar til að eiga ræktaðan blett, en of dýrt er