Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 215
BÚNAÐARRIT.
211
að ílytja þangað tað. — Ef áburðarlögurinn væri vel
geymdur og hann rétt notaður, þá mætti hér víða stækka
túnin um helming, því þá mætti setja alt taðið í tún-
aukann, nýju flögin.
Plógstrengirnir eru fyrst herfaðir með hnífaherfi,
fjaðraherfi eða íslenzku herfi, þangað til komast má með
kerru um flagið. Þá er borið á, áburðinum dreift jafnt
yfir flagið, og herfað svo með spaðaherfi, þangað til plóg-
strengirnir eru tættir nógu vel í sundur og áburðinum
blandað saman við moldina. Nú má fara að sá höfr-
unum. Sá sem sáir gengur hægt áfram og kastar
höfrunum jafnt fram fyrir sig. Hann tekur með hægri
hendi hnefafylli úr pokanum og kastar, um leið og hann
stígur hægra fæti fram, og dreifir höfrunum yfir hér um
bil 4 álna breiða skák og svo sem faðm fram fyrir sig.
Þá þarf að herfa bafrana vandlega niður í moldina, ann-
aðhvort með sama herfi eða lappaherfi, ef það er til.
Lappaherfið er betra til þess. Hafrarnir eiga að komast
2—3 þumlunga niður í moldina. Ef þeir lenda ofar, þá
kemst ekki nógur raki að þeim. Síðan fer einn maður
eða tveir um flagið með kvísl og leggja stærstu torfu-
sneplana niður í holurnar. Þetta þarf þó ekki að gera
Vandlega fyrsta árið. Loksins er farið yfir flagið með
valtara. Það er einskonar tunna, sem þarf að vera
þung. Og þá er sáningu lokið.
Þegar sá skal grasfræi, verður flagið að vera orðið
Vel myldið og plægt einu sinni, tvisvar, þrisvar og jafn-
Vel fjórum sinnum. 1 því mega ekki vera neinir stórir
torfusneplar né holur. Það verður að vera búið að slétta
flagið til fullnustu, og moldin að vera svo tödd sem þurfa
þykir í fyrstu. Unga grasið þrífst bezt í skjóli hafra-
stráanna. Þess vegna skal sá höfrum, eins og vant er,
enda verður þá meiri eftirtekjan. En ekki þarf þá nema
svo sem 70 pund af höfrum í dagsláttuna. Þegar búið
«i' að herfa hafrana 2—3 þuml. niður, er herfað aftur
hieð smágerðu herfl, og grasfræinu er svo sáð með hend-
14’