Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 216
212
BÚNAÐARRIT.
inni eða, sem betra er, með dálítilli vól haglega gerðri,
sem heitir „Praktikus". Eg get útvegað hana. Hún
kostar 15 kr. Ef sáð er með hendinni, þarf að vera
lygnt. En ef gola er, á altaf að ganga undan vindi.
T'aka skai fræið með þremur fingrum ög kastá fram
fyrir sig, eins og þegar höfrum er sáð, í svo sem 4 álna
breiða skák og 1 faðm fram fyrir sig. Til þess að fara
beint er gott að stinga niðm- löngum prikum við báða
enda og stefna á þan. Svo er fræið herfað niður með
sama smágerða herfinu, farið yfir flagið með valtara, og
þá er búið.
Búast má við því, að vorið eftir verði hér og hvar
auðar skellur. í þær má sá aftur. Og það er gott að
íara aftur með valtara yfir þessar sléttur ársgamlar,
undir eins og frost fer úr jörðu, því það hafa svo margar
rætur losnað upp við umskifti frosts og regns. Þær
þéttast og festast aftur, ef það er vel gert.
Eg heíi nú með fáum orðum iýst sjálfri vinnunni.
Og þetta geta flestir bændur gert, þeir sem viija læra
það. En nú kemur ný mótbára, og má segja, að hún
sé verst viðureignar. Það er að útvega verkfærin. Þau
eru flest of dýr t.il þess, að einn maður eigi þau handa
sjálfum sér einum. Og þar sem samvinnan er komin of
skamt á veg hér, þá getur þetta orðið sáðsléttunarað-
ferðinni mjög til fyrirstöðu.
En samvinnuhugurinn þarf að vakna betur. Þetta
mál er of gott og of viðurkent um allan heim til þess,
að það megi stranda á slíku skeri. Það sér hver skyn-
samur maður, að þessi tæki: plógur 30—40 kr., spaða-
herti 130 kr., hnífaherfi eða fjaðraherfi 30—40 kr., valt-
ari, sem kostar hjá „Yölundi" 85 kr., en má sjáifsagt
fá ódýrari, og grasfræs-sáðvél 15 kr. — það sér hver
búnaðarfélagsmaður, að félagið hans getur með engu
móti skorast undan að fá sér þessi verkfæri, þegar því
er að skifta að koma á gagngerðri byltingu í jarðyrkju-
aðferðinni hérna. Mörg eiga félögin dálítinn sjóð, og yrði