Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 217
BÚNAÐARRIT.
213
honum ekki betuv varið. Búnaðarfólagið i Stafholtstung-
um keypti í fyrra öll tœkin, og tveir bændur þar eru
farnir að nota þau sjálflr.
Hvert sveitabúnaðarfélag þarf að útvega sér ein
tæki. Aktygi eru nú til á mörgum bæjum, en ef ráðinn
er plægingamaður í félaginu til vinnu vor og haust, er
þó víst bezt að hann eigi sjálíur 4 hesta og aktýgi.
Það getur orðið óánægja út af honum hjá þeim félags-
mönnum, sem lengst verða að bíða eftir að fá hann til
að sá á vorin, Þó eru mörg dæmi þess, að 15 hestar
af heyi hafl fengist af dagsláttu, þótt eklci væri sáð fyrri
en 15. júní. Og oft má byrja að sá í miðjuin maí,
einkum á Suðurlandi, því að ekki virðist verða mein
að næturfrosti.
3. „Ef það væri óræktarþýfl heima undir bæ hjá
mór, kynni eg að hafa látið plægja það“. Menn gæta
þess ekki, að þýfið í túninu er verkaþjófur bæði við á-
vinsluna á vorin og einkum um sláttinn, þegar timinn
er bændunum dýrastur. Hér í Einarsnesi slógu 3
menn í þýfi hálfan annan dag, og 2 kvennmenn rök-
uðu. Heyskapurinn varð 12 hestar. Á sama tíma sló
1 maður hálfa aðra dagsláttu af hafragrasi, og fengust af
30 hestar. Því var ekki rakað í flekki, heldur var það
látið liggja í Ijá, þar til er því var snúið. Það sjá allir,
að hér er hagnaðarmunur. — Menn gæta þess ekki, að
' þúfunum liggur gamall áburður ónotaður að nokkru
leyti. Ef plægt væri og rétt með farið að öðru leyti,
yrði hann að góðum notum í nýju túni. En á óræktað
land þarf feikn af áburði. Þetta held eg að hafi gert sáð-
slétturnar dýrari en ella. Menn hafa kynokað sér við að
þlægja þar sem verulega góður jarðvegur var, og kosið
heldur til þess versta jarðveginn. En í þeim .jarðvegi
ei' bæði vinnan erfiðari og sléttunin dýrari.
4. „Of dýrt. Helzt til langt í land“, segja menn.
»Kaupi eg kindur fyrir peningana mína, fæ eg af þeim
20°/0 eða jafnvel 30°/0 í arð, þó að dýrt sé að heyja“.