Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 219
Búnaðarfélagsskapur Dana.
Danir eru, eins og kunnugt ei, búmenn miklir, og
búskapur þeirra alment í góðu lagi. * Búnaði þeirra heflr
og miðað mjög áfram undanfarinn mannsaldur, og efna-
hagur þjóðarinnar blómgast. Aðrar þjóðir hafa tekið sér
Dani til fyrirmyndar i ýmsu, er að búnaði lýtur, enda
«r margt af þeim að læra í því efni, bæði beinlínis og
óbeinlínis.
En i þessu sambandi má einnig minna á það, að
Danmörk er gott land, og lega þess hagkvæm, að því
er snertir samgöngur og verzlun. En þjóðin sjálf, sem
landið byggir, hefir og gert sitt til þess að bæta það með
i'æktun þess og greiðari samgöngum.
Þegar því á alt er litið má svo að orði kveða, að
Danir sé framfaraþjóð og efnahagur þeirra góður. Talið
var fyrir fáum árum, að þjóðarauður þeirra næmi 4210
niiljónum kr. Tekjur þjóðarinnar, eða það sem þessi
þjóðareign gaf af sér, nam í heild sinni 995 milj. kr. á
úri (Nationalölconomish Tidskrift 1905).
Frá 1870—1904 fjölgaði fólkinu í Danmörku um
37#/0; en á sama tírca jukust tekjur þjóðarinnar um 106%.
Mikill hluti landsins er ræktaður, og með ári hverju
ei' ræktaða ’andið aukið. Um aldamótin síðustu taldist
Svo til, að skifting landsins í ræktað land, engi, skóga
s. frv. væri, hlutfallslega miðað við stærð Danmerkur,
n þessa leið:
Ræktað land 69,a %
Engi og beitiland 8,o —
Skóglendi 8.2 —