Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 223
BÚNAÐARRIT.
219
(„Det kongelige danske Landhusholdningsselskab"). Það
var stofnað 1769, og hefir síðan verið stoð og stytta
landbúnaðarins í Danmörku og skjólgarður allra nýrra
og gagnlegra hreyfinga til umbóta búnaðinum þar.
Stjórn félagsins skipa 3 menn, sem kosnir eru af
fulltrúaráði þess. En i því sitja 36 menn, og er helm-
ingur þeirra kosinn af félagsmönnum með beinum kosn-
ingum, en hinn hlutann kjósa búnaðarfélögin, einn mann
fyrir hvert amt. Auk þess hefir það fastan ritara og
gjaldkera, og ennfremur ráðunaut, er hefir það á hendi
að leiðbeina í ýmsu viðvíkjandi búnaði, einkum þó að
því er mjólkurbúin snertir.
Pélagið hefir með höndum ýmsar tilraunir til eíl-
ingar landbúnaðinum, svo sem sölu á landbúnaðarafurð-
um til annara landa, einkum til Rússlands og Þýzka-
lands, prófun verkfæra og verkvéla, umsjón með verk-
legri kenslu í búnaði (Búnaðarritið XVIII., bls. 37—41)
o. s. frv. — Það gefur út ýms rit um búnað og útbýtir
þeim gefins til einstakra manna og sveitabókasafna, veitir
verðlaun fyrir iðni og ástundun, lætur halda fyrirlestra
um búnaðarmál o. fl.
Bændafélögunum, er eg svo nefni, skifti eg í flokka
og minnist hér stuttlega á hvern fyrir sig.
I. Búnaðarfélögin.
Þau eru fleiri og færri i hverju amti. Hið fyrsta
þeirra var stofnað 1805. Árið 1850 voru þau 25, en
1860 eru þau orðin 40 alls. — Árið 1905 eru þau talin
110 alls, með um 70000 félaga. — Árstillög félags-
rnanna allra námu þá 165000 kr.
Pélögin fá styrk úr ríkissjóði, og nemur hann árlega
öðru eins og tillög félagsmanna eru, eða rúmlega það.
Aðaltilgangur og starf búnaðarfélaganna er að bæta
búnaðinn á ýmsa lund. Sérstaklega lýtur starfsemi
þeirra að því að bæta búfjárræktina með sýningum og
verðlaunum fyrir úrvalsgripi, sem sýndir eru. Þau veita