Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 228
224
BÚNAÐARRm
leiðsluna snertir síðustu 25 árin hefir prófessor Böggild
komist svo að orði („Mœlkeritid.“ 1909), að skilvindurn-
ar hafi aukið smjörframleiðsluna um 10--15°/o, að kún-
um hafi síðan búin tóku að starfa fjölgað um 33°/o, og
að ágóðinn af hverri kú hafi aukist um 100°/<>-
Smjörframleiðslan hefir aukist mjög síðan samvinnu-
mjólkurbúin komu til sögunnur. Árið 1882 er flutt út
af smjöri frá Danmörku 22,5 milj. pd.; en árið 1908 eru
það 178 milj. pd. Árið 1879 seija Danir smjör fyrir
15,5 miij. kr.; en 1904 fyrir 142,5 milj. kr.
Annars hefir verið síðustu árin flutt út frá Dan-
mörku af dönsku smjöri og af aðfluttu og dönsku
smjöri samtals, í miljónum punda, sem hér segir:
Danskt smjör Smjör alls
Árið 1904 163,0 195,5
— 1905 161,4 190,1
— 1907 171,0 196,6
— 1908 178,0 200,8
Árið sem leið, 1909, voru flutt þaðan út af smjöri
nálægt 180 miij. pd.
2. Sláturhúsin. Samvinnusláturhúsin í Danmörku
voru við síðustu árslok 32 alls. Auk þess eru þar
stærri og minni sláturhús, sem einstakir menn eiga,
48 alls.
Árið 1879 selja Danir flesk og lifandi svín fyrir ]8
milj. kr., en árið 1904 fyrir 83 milj. kr. — Árið 1908
er slátrað 1605095 svínum í samvinnusláturhúsum og
um 30000 nautgripum. Sama ár er slátrað i slátur-
húsum einstakra manna rúmri 3/2 milj. svína, og uffi
1500 nautgripum. — Það ár seldu Danir flesk fyrir 104,2
milj. kr.
3. Eggjasölufélögin eru nálægt. 500 ails, og hafa
gert mikið gagn í Danmörku og aukið hænsnaræktina
þar, eigi sízt meðal hjáleigubændanna.
Árið 1879 fluttu Danir út egg fyrir 1 miljón kr.;