Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 230
226
BÚNAÐARRIT.
voru 1188 kaupfólög í sambandinu. Yerzlun sambands-
ins nam það ár 41 milj. kr. En verzlun allra kaupfé-
laganna var þá 50 milj. kr. — Sama ár unnu í þjón-
ustu sambandsins, bæði við skrifstofustörf, afhending á
vörum og í verksmiðjum þess, sem eru 14 alls, 695
manns, karlar og konur.
2. Félög, sem kaupa inn tilbúinn áburð, eru mörg,
einkum á Jótlandi. Árið 1908 eru þau talin („Andels-
bladetu) að vera um 250 alls. Þessi félög hafa komið á
sambandi sín í milli, er nefnist „Samband áburðarinn-
kaupsfólaganna".
Þá má nefna félög, er annast kaup á föðurefnuin
eða fóðurbæti, og enn fremur félög, er tekið hafa að sér
útvegun á alls konar fræi til útsæðis.
3. VerJcfœrafélög nefni eg þau félög, er annast út-
vegun og kaup á landbúnaðarverkfærum og áhöldum.
Þau hafa gert samband sín í milli, er nefnist „Samband
verkfærafélaganna". í sambandinu eru 170 félög. Sam-
bandið var stofnað 1907 og kaupir árlega verkfæri fyrir
alt að 200000 kr.
Nefna má einnig í þessu sambandi „Sambands-inn-
kaupsfélag mjólkurbúanna dönsku“. Það heflr aðalað-
setur sitt í Kolding og anaast kaup á ýmsum munum
til búanna. Sambandið hefir einnig keypt og komið á
fót verksmiðju, er býr til strokka, smjörhnoðunarvélar
og fleiri áhöld, er mjólkurbúin þurfa til reksturs búanna.
V. Skyndilánafélög.
Þessi dönsku iánsfélög eru eins konar bændafélög,
og ber því að nefna þau hér. Þeim heflr verið komið
á fót samkvæmt lögum frá 26. marz 1898. Tilgangur
þeirra er að veita félagsmönnum lán til stutts tíma til
afnota við rekstur og innkaup til búa sinna. Lánin
veitast í lengsta lagi til 9 mánaða, og ekki meira en
3000 kr. til hvers félaga. Rikissjóður hefir lánað fó-
lögunum í þessu augnamiði 5 miljónir kr. gegn 3% í