Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 233
BÚNAÐARRIT.
229
því er búskapurinn oft og tíðum hálfgert blindingsfálm
og teningskast. En slíkt er óholt efnahag manna og
afkomu.
Eftir því sem búnaðurinn breytist og búskapurinn
gerist fjölbreyttari, ríður enn meira á því en áður var,
að fara varlega og gera sér reikningslega ijóst, að svo
mikiu leyti sem auðið er, hvað muni bezt borga sig að
gera. Það er t. d. ekkert vit í því, að taka upp nýjar,
útlendar aðferðir í búnaði, ef þær eiga hér ekki við, eða
það kemur í ljós von bráðar, að þær borga sig illa eða
alls ekki.
Þetta virðist mór nauðsynlegt að taka fram, þar
sem menn nú á tímum eru einlægt að heimta „eitt-
hvað nýtt“ og vilja apa alt eftir í hugsunarleysi, sem
er danskt eða útlent, svo í búnaði sem öðru.
Þegar um umbætur búnaðarins er að ræða, þá
verðum vér fyrst og fremst að byggja á því, sem er, oq
halda oss til þess, er vér þekkjum.
Útlendar aðferðir og reynslu í búnaði eigum vér
að taka upp og færa oss i nyt að svo miklu leyti, sem
það á við hér og getur samrýmst okkar ástæðum og
háttum.
Þessu verða bændur að muna eftir. Og þetta hefir
vakað fyrir Landsbúnaðarfélaginu í umbótaviðieitni þess
til að bæta búnaðinn hér á landi.
Umbætur þær, sem verið er að fást við og koma
i framkvæmd, lúta að því að auka framleiðsluna og
bæta hana. Það er verið að rækta jörðina, girða tún
og engjar og auka gróðurinn. Búpeninginn er verið að
reyna að bæta með kynbótum og betri meðferð. Og úr
afurðunum er verið að leitast við að búa til vöru til
útflutnings og sölu á erlendum markaði, og vanda betur
en áður var verkun hennar og allan frágang.
En aðferðin, sem notuð hefir verið til að koma um-
bótaviðleitninni í framkvæmd, geiur breyst og fullkomn-
ast, eftir því sem þekkingunni fer fram og reynslan