Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 237
BÚNAÐARRIT.
233
ferð áburðar hefir verið mjög iakleg hér hjá oss fram
að þessum tíma. En ofurlítið er þetta þó að lagfærast.
Einstaka menn hafa komið upp áburðarhúsum og safn-
forum. í Landshagsskýrslunum er svo talið, að frá
1901—1907 hafi verið bygð haugshús og forir, er nema
150000 teningsfetum. Miðað við meðal-fjós eru það rúm
100 áburðarhús og forir.
Áburðarhirðingunni er, eins og þegar var getið,
mjög ábótavant víða hvar. Þarf því eitthvað frekara
að gera en gert hefir verið, til að bæta úr þessu meini.
Flestum kemur saman um, að áburðarhús og forir
sé nauðsynlegar, svo áburðurinn geymist betur og
minna af honum fari forgörðum. Upphvatning gæti það
verið í þessu efni, ef heimilað væri að verðlauna bænd-
um sérstaklega fyrir áburðarhús og forir um nokkur ár
af því fé, sem ætiað er til verðlauna úr Ræktunarsjóði
íslands.
4. Oirðingar. Þær hafa mjög aukist síðari árin.
Mönnum er að skiljast það nú, að girðingarnar sé nauð-
synlegar, og að ekki geti það kallast ræktað land,. sem
er ógirt.
Túngirðingalögin frá 1903 komu girðingamálinu í
hreyfingu og hvöttu til að girða, með heimild um lán
til girðingarefniskaupa.
Landshagsskýrslurnar geta þess, að árin 1901—1907
hafi verið gerðar girðingar, er nemi 181 mílu vegar.
En öll árin frá 1861 —1907 nema girðingarnar, er gerð-
ar hafa verið, 595 milum. Að eins árið 1907 eru gadda-
vírsgirðingamar 33 mílur.
Landsbúnaðarfélagið hefir hvatt til girðinga og styrkt
menn og félög til samgirðinga. Fyrsta samgirðingin, er
félagið styrkti, var girðing um tún og engjar jarðanna
Ása og Stóra Núps í Árnessýslu. Girðingin var gerð
1903—1904 og er 3077 faðma löng.
Þessar eru hinar helztu samgirðingar, er gerðar
hafa verið með styrk frá félaginu: