Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 239
BÚNAÐARRIT.
235
hreppi er mjög myndarleg og gefur góða raun. Árið
sem leið var komib á áveitu í stórum stíl í Austur-Land-
eyjum, og verður aukið við hana í sumar komandi.
Það er mikið verk, sem þar hefir verið unnið á skömm-
um tíma, og lofar góðu.
Að öðru leyti er verið að fást við ávoitu, og það
allverulega, t. d. á Siðunni, í Mýrdalnum, Skagaflrði, Ölfus-
inu og víðar. Hefir Landsbúnaðarfélagið veitt styrk til
þeirra áveitufyrirtækja. Það hefir einnig styrkt að fram-
ræslu á blautu landi t. d. í Safarmýri, Flóanum og
víðar.
En um vatnsveitingar er það að öðru leyti að segja,
að þær eru oft vandgerðar og misheppnast víða. Það
verða eigi gefnar ahnennar reglur um þær, nema í ein-
stökum atriðum. Vatnsveitingar verður að gera með
sérstöku tilliti til staðhátta og allra ástæðna á hverjum
stað fyrir sig, ef vel á að fara. Og enn er margt efa-
samt og órannsakað viðvíkjandi þeim, svo sem áhrif
vatns á mismunandi jarðveg, dýpt áveituvatnsins, hvort
vetraráveita á hér við, og hvernig henni skuli háttað,
hvað vatnið má liggja lengi á o. s. frv.
Farið hefir verið fram á, að Landsbúnaðarfélagið taki
að sér að láta gera tilraunir með áveitu, og veitir það
væntanlega einhvern styrk bráðlega í því skyni.
Flóaáveitan er langstærsta vatnsveitingafyrirtækið,
sem komið hefir til tals að ráðast í hér á landi. Að
tilhlutun Landsbúnaðarfélagsins voru 1906 gerðar mæl-
ingar á áveitusvæðinu, og í sumar er ráðgert að halda
þeim mælingum áfram.
H. Búfjárræktin.
Hér á undan hefir nú verið minst á nokkur atriði,
er styðja að aukinni jarðrækt og umbótum hennar.
Yerður þá vikið að því, hvað verið er að gera til efl-
ingar búfjárræktinni.
Norðuriandabúar leggja mikla stund á að bæta bú-