Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 247
Aukatundur
í BÚDaðarfélagi Islands var haldinn í Iðnaðarmannahús-
inu í Reykjavík 17. des. 1909 kl. 5 siðdegis, til um-
ræðu um búnaðarmál. Auglýst hafði verið, að umræðu-
efni skyldi vera: Hvernig komið verði við hér á landi
nýjungum og framförum í búnaðarliáttum Norðurlanda.
Sigurður alþingismaður Sigurðsson hélt inngangs-
ræðu, og er ágvip af henni, með lítilsháttar breytingum,
prentað á bls. 228—242 hér að framan.
Hér er ágrip af umræðunum:
Júlíus lœknir Halldórsson áleit, að þær hinar miklu
búnaðarframfarir, sem orðið hefði, síðanBúnaðarfélag ís-
lands tók til starfa, ætti rót sína að rekja til þess und-
irbúnings, sem gerður hefði verið á fyrri tímum. Nefndi
hann sérstaklega tvo menn, sem unnið hefði vel að
þessum undirbúningi, þá síra Björn Halldórsson í Sauð-
lauksdal og Odd lækni Hjaltalin, hinn fyrnefnda með
ræktunartilraunum sínum og hinn síðarnefnda með grasa-
fræði sinni. Plægingar hefði verið nokkuð tíðkaðar áður
en Búnaðarfélag íslands byrjaði á starfsemi sinni, eink-
um í Borgarfirði, og á síðasta áratugnum hefði verið
unnið mikið að plægingum víðar en þar sem frummæl-
andi hefði getið um, einkum í Húnavatnssýslu, en vit-
anlega hefði félagið styrkt þær.
Er minst væri á mjólkurframleiðsluna, mætti gera
þá athugasemd, að það væri ekki allir, er legði nægi-
lega áherzlu á það að hafa feita mjólk. Að vísu væri
það gert í rjómabúunum, en mjólkursalar hér í grend við
Reykjavík legði aðaláherzluna á mjólkurhæðina. Mjólk
sú, sem hefði undir 3%—31/a% fitu> væri fremur léleg.
16*