Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 248
244 BÚNAÐARRIT.
Mjólkurháar kýr hefði sjaldan eins feitimikla mjólk og
hinar nytlágu.
Sauðfjárkynbætur yrði að gerast með varúð, eink-
um að því er kynblöndun snertir. Reynsla Dana hefði
bent á, að varhugavert gæti verið að ætla að bæta inn-
lent kyn með útlendum, og það lítið sem það hefði
verið reynt hér á landi, hefði það gefist illa, og jafnvel
hefði ekki gefist vel blöndun ólíkra innlendra kynja.
Hollasta kynbótin yrði sú, sem gerð væri með úr-
vali og betri meðferð.
Einar verkstjóri JBinnsson kvaðst vilja minna á
það, að eftir fundarboðinu hefði átt að ræða um ný-
jungar í búnaðarframförum Norðurlanda og hver ráð væri
til þess að koma þeim hór á; óskaði að menn sneri sér
meir að því umt.alsefni en frummælandi hefði gert í inn-
gangsræðu sinni.
Oísli búfrœðingur Þorbjarnarson tók í sama streng-
inn, og óskaði hann jafnframt eftir að fá að heyra, hvað
félagið hefði gert til þess að koma mönnum í skilning
um það, hve búnaðurinn væri arðsamur. Gat hann þess,
að einn af starfsmönnum félagsins hefði verið viðriðinn
féiagsskap hér í bænum, er miðaði að því að hækka
kaup í kauptúnum. Beindi hann þeirri fyrirspurn t.il
félag3stjórnarinnar, hvort henni hafi verið það kunnugt.
Sigurður Sigurðsson tók það fram, út af ræðu J.
H., að meining sín hefði verið, að með Búnaðarfélagi
íslands hefði myndast nýtt tímabil í búnaðinum hér á
landi. Framfaraviðleitnin hefði þá fengið ákveðnara form
og gleggra markmið.— Ræðumaður áleit 3,7°/o meðalfitu
mjólkur hér á landi. Var samdóma Júl. H. um kyn-
blöndun búpenings. Réttast væri að halda sér við inn-
lenda búfénaðinn.
Að því er athugasemd Einars Finnssonar snerti,
vildi hann taka það fram, að með nýjungum í búnaði
teldi hann alt það nýja, er gerst hefði að minsta kost.i
síðustu 10 árin, en auðvitað væri altaf að koma nýtt