Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 249
BÚNAÐARBIT.
245
og nýtt í ljós, en hann hefði álitið of sérfræðilegt að
fara út í einstök atriði þar að lútandi.
G. Þ. mundi hafa átt við verkmannafélagið „Dags-
brún“ með fyrirspurn sinm', en það félag hefði Búnaðar-
félagið látið sér alveg óviðkomandi. Annarshefði „Dags-
brún“ ekki orðið til þess að hækka kaupgjaldið; aðrar
ástæður hefði verið því valdandi. Óskaði að umræð-
urnar snerist um það, hvort þær leiðir, sem Búnaðarfé-
lagið hefði farið, væri þær vænlegustu í þessu efni.
Gísli Þorbjarnarson áleit ekki rétt af Búnaðarfé-
laginu að leyfa starfsmanni sínum að stofna slikt verk-
mannafélag sem „Dagsbrún" væri, og það einmitt um
það leyti, sem verkafólksskorturinn fór að verða tilfinnan-
legur og um leið og ráðningastofan var sett á fót og
kom þar af leiðandi ekki að neinu gagni.
Þörhallur biskup Bjarnarson tók það fram, að þetta
hefði gerst á þeim tírna meðan hann hefði verið for-
maður félagsins. Hann hefði vitað um stofnun þessa
verkmannafélags, „Dagsbrúnar", og litið á það með sam-
hug. Það væri eðlilegt, að verkamenn byndist samtök-
um um það að bæta kjör sín.
Ræðumaður óskaði að umræðurnar beindist að gras-
býlunum smáu, með 10—15 hektara landi, alræktuðu,
og 5—8 gripum á. Á landið ekki efni í mýmarga slíka
bletti? Og grasræktin þyrfti ekki að standa að baki
grasræktinni annarsstaðar á Norðurlöndum. Auðvitað
ætti það ekki við neina suma hluta landsins. Sauðfjár-
eignin þarf mikið útland. Og nota þarf hina miklu fjár-
sjóði afréttarlandanna. En þar sem grasbýlin geta átt
við, þarf að eyða ótrúnni, sem menn hafa á húsmanna-
búskap með kúahaldi. Vaninn svo ríkur, að allir þykjast
þurfa svo stórt óræktað land til að geta búið.
Sigurður Sigurðsson hafði hugsað sér að minnast á
þetta atriði, en vegna tímanaumleika slept því. í Dan-
mörku væri með iáni úr ríkissjóði stutt að stofnun
smábýla, og gaf ræðumaður nokkrar upplýsingar um,