Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 250
246
BÚNAÐARRIT.
hvernig það hefði gengið. Siðan 1899 hafa risið upp
3820 býli, og varið til þeirra rúml. 15 miijóna króna
láni. Hefði margt af þessu fólki áður verið í þurrabúð,
en nú væri þeir orðnir smábændur, sem ynni að sínu
iandi og yki framleiðsluna.
Einar Finnsson kvað það stórgleðilegt, ef ráðu-
nautar Búnaðarfólagsins gæti flutt út um landið ein-
hverjar nýjar og hollar kenningar í búnaði. Mintist á
félagsbúskap og heimilisiðnað; það þyrfti að koma mönn-
um í skilning um nytsemi þess hvorstveggja.
Vigfús bóndi Ouðmundsson: Eitt atriði í ræðu
fruminælanda hefði sér þótt sórstaklega vænt um, það,
að styrkja byggingu safnhúsa (haughúsa). Til þeirra ætti
að veita ríflega af verðlaunapeningum úr Ræktunarsjóði.
Þau fengi lika alt of lítið af landssjóðsstyrknum, en
það kæmi af því, hve mikið væri lagt í dagsverk.
Yiðvíkjandi húsmenskubýlunum mun það rótt áiitið,
að bændur sjái sér ekki fært að sleppa af landi sínu, og
svo mun hitt líka rétt, að menn treysta sér ekki til að
lifa af mjög litlum blettum. Gera mætti þó tilraun
með því að veita hagkvæm lán í svo sem 10 staði. Á-
ríðandi að byrja varlega.
Ræðumaður kvaðst vera í vafa um, hvort Búnaðar-
félagið hefði farið nógu hyggilega að ráði sínu að því er
plægingarnar snerti. Það dygði ekki að rífa jörðina nið-
ur, ef ekkert yrði svo gert við hana á eítir. Það væri
fágætt, að jörð greri upp af sjálfsdáðum, svo slétt verði.
Jafnframt því að Búnaðarfélagið hvetti til plæginga,
þyrfti það að koma mönnum í skilning um, hvað meira
þyrfti að gera við þá jörð.
Ræðumaður áleit að Búnaðarfélagið gerði of lítið að
því, að koma mönnum upp á að nota rótt ýmiskonar
verkfæri. Slikt þyrfti að sýna mönnum í verkinu.
Sigurður Sigurðsson gat um það, að á þeim stöð-
um, er plægingarkensla hefði farið fram, hefði og verið
kent, hvernig ætti að fara með flögin. í tilefni af því