Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 251
BÚNAÐARRIT.
247
mintist hann á tvo plægingamenn, Alfred Kristensen og
Guðmund Sigurðsson.
Einar garðyrkjum. Helgason kvaðst hefði haft sér-
lega mikla ánægju af að heyra menn ræða um grasbýli
til sveita, ef tími hefði unnist til þess, jafnvel þó hann
teldi elcki æskilegt, að þeim fjölgi mikið bráðlega. Leit
svo á sem blómi íslenzks búskapar bygðist á landrým-
inu. Sveitabændurnir hefði á liðnum öldum aðallega lifað
á sauðfénu, og svo mundi lengi verða. Á síðari árum
væri kúabúin að aukast og fjölga. Sú breyting gæti að
líkindum nokkuð stuðlað að því, að menn þyrfti ekki
eins stórt land til að framfleyta sér á. Áleit að ekki
gæti verið um akuryrkju að ræða fyrir oss íslendinga.
Mönnum hætti við að líta um of á hnattstöðu landsins,
bera það saman við staði í Noregi á sama breiddarstigi
og ganga síðan út frá því, að hér ætti að vaxa það sama
og þar. Aftur á móti liti menn sjaldan til vesturs.
Grænland næði drjúgum lengra suður á bóginn en ísland.
Hafísinn réði enn lögum og lofum; hann lyki um Græn-
land; við værum við röndina á honum og hefðum ekki
mikla ástæðu til að vænta, að það breyttist. Vér ættum
að leggja aðaláherzluna á grasræktina og fóðurjurtarækt-
ina yíir höfuð. Matjurtir þurfum vér lika að leggja mikla
stund á, en ekki er þess að vænta, að þær geti átt eins
mikinn þátt í landbúnaðinum eins og fóðurjurtirnar. Tók
undir með þeim ræðumanni (V. G.), er hefði lagt það
til málanna, að Búnaðarfélagið styddi að því, að gerðar
yrði tilraunir með að koma á grasbýlum; ætti stuðningur
sá að vera fólginn í hagkvæmum lánum, en varlega þarf
að fara í þetta.
Mintist á plægingarnar; grasfræssáning ykist nokkuð
árlega. Sæist það meðal annars á því, hve mikið væri
selt hér af grasfræi. Síðastliðið vor hefði verið seld hér
í Reykjavík 1000 ‘8 af grasfræi, undanfarin vor inest
500—600 8. Þessu væri mestmegnis sáð hér sunnan-
lands, nokkru af því fyrir austan og vestan. Sumir léti