Búnaðarrit - 01.01.1910, Síða 254
250
BÚNAÐARRIT.
Eg játa að eg er ekki nógu kunnugur og brestur
margt til að geta fundið þá réttustu réttu lyftistöng, er
lyft gæti búskap og jarðrækt á hærra stig en verið hefir,
en þó vil eg geta þess, að mér finst þing og stjórn ekki
enn vera farið að leggja neinn traustan hyrningarstein
undir iandbúnaðarbygginguna, er ræktunar-framkvæmd-
irnar ætíð geta hvílt á, hvernig sem viðrar, enda þótt
vegir hafi verið opnaðir, er áður voru lokaðir, fyrir þá,
sem geta notað þær leiðir.
Kemur fyrst í huga minn, hver óhagur hefir hlotist
af leiguliðaábúðinni fyrir jarðræktina fyr og síðar, því að
sjálfsagt er, að hverjum manni er Ijúfara að hlynna að
sínu en annara, og sjálfseignin eykur ræktarsemina við
landið og ást á því, en hún er sterkasti menningarþáttur
hverrar þjóðar.
í öðru lagi er ilt, hve nauðalitla rækt jarðeigendur
leggja við leiguliðajarðir sínar hér um bil undantekning-
arlaust; virðist þó ekki ósanngjarnt, að hver og einn
landeigandi væri skyldur til að sjá um endurbætur á
jörð sinni, svo að nemi vissum dagsverkafjölda árlega. af
varanlegum jarðabótum, er efla grasrækt og garðrækt.
Það þykir ekki stórvægileg kvöð hér í Reykjavík, að
skylda hvern þurrabúðarmann til að rækta eða byggja
eftir vissum reglum á lóðinni, vilji hann hafa hana til
umráða. Yæri þá meira að gera hverjum þeim, sem á
jörð eða hefir til umráða, að skyldu að leggja fé fram
til að rækta árlega einhvern lítinn hluta af eignar- eða
umboðsjörð sinni og gera þannig verðmeiri þessa íasteign?
Kosturinn við þannig lagaða skyldu er sá, að engin
jörð gæti farið algerlega á mis við endurbætur, en það
á sér nú of víða stað; því að þótt jörð gangi kaupum og
sölum, og ábúandi eigi forgangsrett að kaupinu, þá er
ekki ætíð að hann geti notað þann rétt sinn; þó hann
langi til þess, þá geta efnalegir örðugleikar staðið á móti
að svo geti orðið; en hvaða tjón jarðræktin bíður og
hefir beðið af slíkum tilfellum, er ekki hægt að reikna til