Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 255
BÚNAÐARRIT.
251
peningaverðs; sýna Ræktunarsjóðsverðlaunin þetta líka,
því þar sem mér er kunnugt hafa þau aðallega hlotnast
sjálfseignarbændum. Einnig get eg hugsað, að efnamenn
og aðrir, sem eiga eða hafa umráð yfir jörðum með lak-
legri ábúð, gæfi fremur en verið hefir kost á þessum
jörðum til kaups mót hæfilegu verði, ef áður nefnd end-
urbótaskylda hvíldi á eignarhaldinu; gæti þessi ræktun-
arskylda þannig orðið til þess að koma jörðunum í sjálfs-
ábúð, sem í mínum augum hefir svo víðtæka þýðingu,
sem áður er á minst.
Þá kemur mér í hug, að hvert það búnaðarfélag,
sem tilkall vill eiga til styrks af opinberu fé, ætti að
vera skyldugt. að hafa fastan ársmann í þjónustu sinni,
er væri búfræðingur eða að einhverju leyti sérfræðingur í
búnaðarþekkingu; ætti hann ekki sjálfur að hafa búskap
með höndum, nema þá í mjög smáum stíl, því eins og
engum er ætlandi t. d. að vera leiðbeinandi verkfræð-
ingur öðruvísi en í ritum og ræðu, eins er engum leið-
beinandi búfræðing unt að reka stórt bú í hjáverkum,
því aðalstarfið á að vera til leiðbeiningar og eftirlits á
félagssvæðinu.
Eg hefi verið undir 20 ár meiri og minni tíma árs-
ins í fleiri búnaðarfélögum í mínu héraði, og er mér
það mjög Ijóst, hve mikill tími gekk hjá mér til að
leiðbeina í einu og öðru, og þó eg fengi ekkert fyrir það
sér á parti, var það ekki ætíð léttasta verkið að kenna
almenningi að skilja það, sem þó virðist auðskilið, og
rekur mig minni til eins, er eg segi nú:
Fyrir nokkrum árum var eg að slétta út frá renn-
sléttu stykki í túni, er var fremur snögglent. Hélt eg
því þá fram sem oítar, að meiri framför væri í að slétta
meira og lakara með nægum undirburði en minna og
betur með litlum undirburði. En svo fór eg, að þessu
var ekki trúað, og eg sléttaði þar ekki framar.
Það gefur að skilja, að ólíkt hægara er fyrir bænd-
ur að fá fræðslu með munnlegu samtali en með sundur-