Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 256
252
BÚNAÐARRIT.
lausum bókalestii og margháttaðri reynslu, enda varð eg
þess var, þó eg væri alls ekki vinsæll meðal almennings,
og koin það má ske sumpart til af óvirðingu fyrir
þessu sífelda lausamensku-flakki og sumpart af því, að
mér var hætt við að benda á gallana, er mér virtust
á heimiiunum, í áheyrn húsbóndans, óbeðinn, og leiða
þá fram í dagsbirtuna, en samt var eg spurður spjör-
unum úr.
Eg skal nú ekki telja upp öll þau verk, sem þessir
búfræðingar ætti að hafa á hendi, enda ætti þeir að
standa í nánu sambandi við landsbúnaðarfélagsstjórnina,
og ætti hún að hafa eftirlit með, að mennirnir væri
færir til starfans verklega og bóklega. Svo ætti þeir
meðal annars að flytja inn í félögin það sem landbún-
aðarfélags-stjórnin getur látið ráðunauta sína flytja inn
frá nágrannalöndunum og hér gæti að gagni komið. —
Þeir ætti að kenna piægingar, gera vatnsveitingar, hjálpa
til að færa búreikninga, athuga mjaltatöflur og fóður-
skýrslur, hafa umsjón með kynbótabúum og meðferð bú-
penings, kenna mjaltir og áburðarmeðferð, mæla tún og
athuga heyforða og heyásetningar, bólusetja fé, gelda
hesta, kenna einföldustu dýrahjúkrun og fleira og
fleira, sem oflangt yrði hér upp að telja.
Eins og nú er vantar sízt félagafjöldann, er vinna
eiga að búnaðarframförum, en mér virðast framkvæmd-
irnar oflitlar og með ónógu eftirliti. Yæri ekki eins gott
að hafa t. d. hvert eitt sýslufélag á landinu eina bún-
aðarsambandsdeiid, er hefoi fastan eftirlitsmann, er ynni
að öllum þeim störfum, er þessi ýmsu félög vinna nú
að hvert í sínu lagi?
Þær jarðabætur, sem hafa verið og eru unnar upp
um sveitir, eru með ýmsu móti að frágangi, víða þolan-
lega gerðar, á stöku stað vel, en of víða illa. Verst er
þó meðferðin á áburðinum, eg vil segja þessurn dýr-
mætasta fjársjóði, sem bóndinn á; honum er ár eftir ár
kastað svo gott sem í sjóinn, með illri og ónógri hiið—