Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 257
BÚNAÐA.KRIT.
253
ingu, er orsakast af sóðaskap, vanþekkingu og hugsun-
arleysi, öllu meira en efnaskorti. Kemur þessi vanhirð-
ing áburðarins tilfinnanlega niður á túnræktinni og fóð-
urgildi töðunnar. Virðist því öll þörf á að efla þekkingu
manna á verðmæti hans, og styrkja menn með auknu
fjárframlagi til að hirða áburðinn betur en nú er gert
víðast. Nokkuð líkt gengur það með skurði, flóðgarða
og stíflugarða. Þau verk koma ekki alstaðar að full-
um notum, eins og þau eru gerð, oft að eins byrjað á
verkinu, án veruiegs framhalds eða viðhalds. Verður
svo það, sem unnið heflr verið, gagnslaust eftir fá ár,
ef þessi byrjun heflr annars nokkurn tíma komið að not-
um. Einnig er ofllítið hugsað um hjá almenningi, að
vanda girðingar, sérst.akiega grjótgarða, sem eru í sjálfu
sér úr beztu og varanlegustu efni; er þeim víða hrúgað
upp, án þess graflð sé fyrir undirstöðum niður fyrir
klakamark. En það er þó svo nauðsynlegt upp á end-
inguna, að grjótfylla undir sjálfan garðinn. Fyrir þessa
óvandvirkni verður verkið mikiu dýrara en ella, með ár-
iegum viðhaldskostnaði, ef það á ekki að eyðileggjast von
bráðara. Eins er margt að athuga við matjurtaræktina.
Hún er of víða enn í smáum stíl. Þaðer tilflnnanlegur kostn-
aður, þegar afgirtur er 40—60 ferfaðma biettur með axlar-
háum garði alt í kring. Svo er jarðvegurinn oft í því
ástandi, að hann er alls ekki til þess fallinn, að fram-
ieiða matjurtir, nema með frekara kostnaði og áburðar-
blöndun; en aftur eru iátin óhreyfð góð lönd, helzt við
sjávarsíðuna, er kostnaðurinn við hlyti að verða marg-
falt minni, en arðsvon þó vísari og meiri. Síðast en
ekki sízt vil eg minnast á þúfnasletturnar. Þær eru
yfirleitt langbezt unnar; þó ábótavant sé, ná þær bezt til-
gangi sínum; aðalgaliinn er, hvað iítið er hugsað um
að bæta jarðveginn með góðum undirburði, því það er
að láta fé á vöxtu, er margborgar sig. Auðvitað eru
þær ekki nógu vel varðar fyrir vatnsgangi víða, hvorki
yfirborð né undirlag, en sú þurkun yrði svo dýr, að