Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 258
254
BÚNAÐARRIT.
varla er gerlegt að heimta hana af almenningi, enda sá
galli smávægilegur í samanburði við gallana á öðrum
jarðabótum.
Eg býst við að þetta þyki ótrúlega mælt og ekki
af mannúð. En væri nú verk mannanna skoðuð grand-
gæfilega, er eg hræddur um, að víða fyndist gallar á,
er sönnuðu orð mín, og getur þá öilum verið Jjóst,
hvort vanþörf væri á að binda fjárveitingar til búnaðar-
framfara við meira eftirlit og nákvæmari reglur en
verið hefir, svo það fé, sem varið er til þessa, sé betur
trygt, með varanlegri verkum og tryggari framkvæmd-
um, án þess eg meini að þingið megi minka þær að
sinni, heldur væri æskilegt að það sæi sér fært að auka
tiliagið til landbúnaðarins, því hér er alt enn í bernsku,
og svo fjarska margt eftir að gera, til þess að landið
geti talist ræktað land.
Þó ekki væri harðara á stað riðið en svo, að hvert
sýslufélag væri eitt búnaðarsamband, með föstum starfs-
manni, er hefði umsjón með búnaðarframkvæmdum
sýslunnar, virðist mér enginn vafi á, að ólíkt hægra væri
að fá glögt yfiriit yfir eitt og annað, er sannaði arðinn
af búnnum og yki þekkinguna á búskapnum, með á-
byggilegum búreikningum og nákvæmum skýrslum, auk
þess sem það mundi auka samkeppni og fjör innbyrðis í
sveitunum, og á endanum geta orðið trygg undirstaða
undir nýju jarðamati og réttum landshagsskýrslum. Því
sönn reynsla er tryggasta undirstaðan og vitrustu vísindin.