Búnaðarrit - 01.01.1910, Blaðsíða 260
256
BÚNAÐARRIT.
Kaupmannahöfn. Járnpípa, sem fest er lárétt þversum
aftan á lagarvagn eða tunnu. Út frá hlið pípunnar dreif-
ist lögurinn jafnt yflr. Notaður á graslendi. Yerð í inn-
kaupi 19 kr.
Lagardreifir, „roerækkespreder", „Superb nr. 2“, frá
Petersen & Co. í Kaupmannahöfn. Samskonar útbún-
aður og á þeim fyrnefnda að öðru leyti en því, að niður
frá hliðum pípunnar ganga lóðréttar pípur með hæfilegu
millibili til þess, að hver þeirra geti vökvað eina rófna-
röð. Innkaupsverð 11 kr.
Mölbrjótur með eikarskafti. Verð 4,75 kr.
Spaðar, 23 að tölu, frá ýmsum verksmiðjum og með
misjafnri gerð. Sumir eru góðir til garðstungu, sumir
eru sérstaklega ætlaðir til að pæla möl með, sumir léttir
og liprir handa börnum og kvenfólki. Sumir eru með
venjulegu haldi, aðrir með húnum. Innkaupsverð 1,35
til 3,50 kr.
Skóflur 4, haldlausar, með löngu eikarskafti. Ágætar
til að moka með mold og mykju upp í vagna og kláfa.
Innkaupsverð 1,25—1,75 kr.
Kvíslar 4. Sumar ætlaðar til að stinga upp garða
með, en sumar til að nota við skurðagröft. Verð 2,20
til 2,75 kr.
Mykjukvíslar 6. Skaftlangar, haldlausar, fjóryddar.
Innkaupsverð 2,00—2,80 kr.
Heykvíslar 6, með löngu skafti; flestar tvíyddar,
sumar með þrem oddum. Ágætar til að dreifa með
blautu heyi. Innkaupsverð 1,20—1,80 kr.
Heykvíslarjárn með tveimur oddum, skaftlaust. Inn-
kaupsverð 60 aurar.
Undirristuspaði frá Ólafsdal. Ágætt verkfæri við
ofanafristu. Verð 3 kr.
Undirristuspaði útlendur. Gerður eftir Ólafsdals-
spaðanum. Ekki eins þægilegur. Verð 1,60 kr.
Þökuplógur smíðaður í Reykjavík eftir fyrirsögn
Stefáns kennara Hannessonar í Litla-Hvammi í Mýrdal.